• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

76' Bronco Ek078

Ég grunnaði 9" rörið og hluta af grindinni í dag.
Níu tomma grunnuð.jpg


Grind grunnuð að hluta.jpg


Ég þarf að lagfæra hana og rykhreinsa fyrir meiri grunnun
 
Síðast breytt:
Í dag gaf ég mér tíma til að reisa grindina upp á endann sem mest ég mátti.

Hún var full af jukki sem sem betur fer var orðið skraufa þurrt.
Þetta var töluvert og sjálfsagt jafn mikið sem hefur hrunið úr henni á síðustu vikum
Flaska þarna til viðmiðunar
Innan úr grind.jpg

Því næst kom ég henni fyrir aftur á snúningsmekkanóinu og byrjaði að þrífa með þynnir.
Ég rak strax augun í ýmislegt sem ég vildi ekki mála yfir, suðu slettur og nokkra staði sem ég vildi sjóða betur heldur en Ford hafði gert, svo og gormasætin sem ég hafði gleymt að sjóða að neðan. Svo hélt ég áfram og grunnaði ég hana að hluta.

Eftir að hafa ráfað um í rúman klukkutíma fór ég aftur út í skúr að leita verkefna.
Það var spartlað aðeins í gólfið yfir punktsuður og annar staðar og svo beðið meira.

Það gekk ekki mjög lengi og ákvað ég því að byrja að losa innrabrettið að aftan farþega megin en það er loka hnikkurinn á þessari boddí vinnu.
Ég ætlaði að bíða með það þar til boddíið væri komið á grindina en... svona er þetta.

Svona lýta þau út brettin sem ég ætla að skera burt
Innra bretti hinu meginn.jpg

Það tók drjúgan tíma, en sem betur fer er ég orðin laginn við þetta
Innrabretti að aftan tekið úr 1.jpg

Brettið farið. Mögulega sker ég meira
Innrabretti að aftan tekið úr 2.jpg

Þetta þarf eitthvað að laga líka
Innrabretti að aftan tekið úr 4.jpg

En þetta lítur ekki illa út.
Innrabretti að aftan tekið úr 3.jpg

Svo var nýja brettið mátað í. Mögulega lengi ég það aðeins
Nýtt bretti mátað í.jpg

Ég held áfram í grindinni á morgun.
 
Síðast breytt:
Ég ákvað að breyta aðeins af leið, af því að þetta stefnir í að verða flottur bíll og fá lánaðar framstýfur úr öðrum Bronco sem ég er að smíða.

Svo dagurinn fór í að skera burt stýfubrakketin og setja nýj.
Long arm 1.jpg

Þetta verður auðvitað miklu flottara :)
Long arm 4.jpgLong arm 5.jpg


Nýr dagur á morgun og ný verkefni
 
Ég fór aðeins í framhásinguna í dag

Það hafði brotnað framan af C klossanum öðru megin og mig langaði til að sjóða það upp og laga.
Brotið C.jpg Slípað.jpg

Svona á þetta að lýta út
C klossi á D44 original.jpg

Eftir viðgerð. Nokkuð sáttur og læt þetta sleppa
C klossi á D44 2.jpg C klossi á D44.jpg

Ætli ég máti ekki hásingarnar undir á morgun...
 
Síðast breytt:
Á hjólin fyrir jól..... Eða páska það var gaman og nauðsynlegt að klára þann áfanga svo maður fari ekki fram úr sér.

Margskonar festingar sem eiga eftir að fara á grindina. Til dæmis:
Dempara festingar framan og aftan
Þverstífufesting á dana 44
Samsláttar púðar framan og aftan
Spyrnubúkka að aftan... Það er spurning hvort ég þurfi þess upp á öxulvinding..

Þetta var hörku puð, skrúferí og suður.
En ég er mjög ánægður og sé ekkert athugavert í fyrstu
Stendur í hjólin 1.jpg

Afturfjaðrir.jpg Long arms.jpg

Annað sem ég rak augun í þegar ég hreinsaði öndun á fram hásingu var að öndunin nær gegnum keysinguna en rörið er undir og blokkar
Öndun á D44 1.jpg Öndun á D44 2.jpg
Frekar en að bora þarna niður dettur mér að fá önunarnippil og færa öndun þar sem bremsubrakket er skrúfað í en þar er gat í gegn.
 
Síðast breytt:
Þrif og íhugun í dag. Hvað á að vera hvar, hvernig og hversvegna.

Ég hef nokkra kost þegar kemur að dempara uppsetningu.
Að framan turnar eða bogar. Turnarnir leyfa sjálfsagt meiri fjöðrun...
Að aftan original eða turnar...

Aftur.jpg Fram 2.jpg Fram.jpg

Það er vandlifað í Bronco heimi :)
 
Páskarnir búnir og þá er að hífa farg í grindina og láta hana setjast í sirka akstursstöðu.
Þá get ég farið að stilla og festa.
Það þarf að festa þeverstífufestingu á framrörið, ganga frá samslætti og smíða millikassabita og dempara turna.
Svo þarf að græja drifskafsthalla að aftan, græja samslátt og dempara turna

302 og AOD
302-AOD.jpg

302 / AOD og Np205
302-AOD-Np205.jpg

Séð aftan frá
Np205.jpg


Þetta smá potast aðeins hægar núna en áður, eða það sést kannski minna eftir mann.
 
Síðast breytt:
Ég var aðeins að bisa við C fóðringarnar í dag og af því að ég átti tvö pör þá ákvað ég að bera þær saman.

Það er mikill munur á þessum tveim.
Sú svarta er rétt steyptari en sú bláa sem virðist í tómu rugli.
7gradur munurinn.jpg

Höldum áfram á morgun
 
Mælingar og pælingar. Hlutirnir eru aðeins að skýrast í dag.
Grindin er komin í akstursstöðu.

Ég er að verða ánægður með stýfu og spindilhalla.
Mögulega lækka ég millikassann aðeins.
Yfirlitsmynd.jpg

Hallin á framstífum mælist 3 til 5 gráður
Stífu halli.jpg
Góður spindilhalli sirka 7°
Spindlar séð að ofan.jpg

Séð að ofan drifskaft
Drifskaft.jpg

Halli á gormasæti í þessari stöðu 3°sirka. Það mun rétta sig af við niður fjöðrun
3°halli á gormasæti.jpg

Auk þess að mæla og pæla þetta byrjaði ég að smíða þverstífufestingu á framhásinguna.
Geri mér vonir um að geta fullklárað hana fljótlega.
Meira síðar :)
 
Byrjaði smíði á stuðningi fyrir millikassann í dag.

Ég á en eftir að ákvaðra hæð svo ég klippti bara í ríflegar lengdir
Skorið og mælt.jpg

Búinn að skrúfa brakket á millikassann svo verður tengt í það rör
með urethane fóðringum sem tengt verður ofan á grind.
Milikassafesting.jpg

Margt að gerast en lítið að sjá þessa daga...
 
Millkassastífan var soðin saman í dag.

Þetta kemur vel út.
Millikassastífa hlið.jpg Millikassastífa.jpg
Næsta mál er millikassabitinn. Ég ætal að teikna hann upp og láta beygja fyrir mig.
 
Ég mældi og stúteraði millikassabitan í dag.

Þessi teikning er fyrstu drög að því sem mig langar að gera þarna.
Hann er tekinn niður fyrir framskaftið og skrúfast í hliðarnar á grindinni innan verðar.
Eða ég breyti honum og reyni að nýta original boltagötin...

Milikassabiti fyrstu drög.jpg

Annars er afturhásingin komin í fasta stöðu og pinion hallinn endaði í mínu 1-2° miðað við drifskaftið.

Meira fljótlega
 
Þverstífufestingin var stillt og soðin að hluta, ég klára þetta á morgun.

Ég setti smá stuðning að innanverðu. Original festingin hafði verið fjarlægt.
Tveir 20mm fínsnittaðir boltar halda þessu saman svo verður ytra stykkið soðið fast líka.
Brackett 2.jpg

Þessi festing bíður upp á stillingar fyrir þverstífu sem svo er líka stillanleg bæði sjálf og í grindar festingu
Brackett.jpg

Heildarmyndin.
Framhásing.jpg


Mögulega þarf ég að færa stýrisstangir til upp eða niður. Það kemur á loka metrunum.

Eftir eru samsláttar púðar og millikassabiti og demparaturnar.
 
Dempara pælingar áttu daginn í dag.

Þetta verður líklega niðurstaðan.
Ég kem til með að smíða festingu sem fellur undir þessa tvo bolta þarna niðri eða
ég síð ofan á stífuna.
Demparar.jpg

Aðeins meiri hausverkur að aftan
Þessi hugmynd eða næstum original staðsettning. Ég vill ekki skera inn í bodíið fyrir dempara hólfum.
Bodíið á eftir að hækka aðeins og dekkið verður líka utar.
En þetta gæti skapað önnur vandamál... :/
Aftur dempari 1.jpg Aftur dempari.jpg

En í tilefni dagsins og til að gera mér betur grein fyrir öllu hífði ég bodíið á grindina.
Það er nú pínu gaman að sjá það þar, þó það eigi eftir að fara af aftur :)
Heildarmynd.jpg

Rósmundur var allavega mjög hrifin
 
Kláraði að hugsa dempara festingar að framan og punktaði festingu ofan á arminn.

Ég hafði hana eins og hina. Þetta gerði ég eingöngu vegna þess að í þessari stöðu er sjálfsagt minnst hliðarátak á demparanum.
Demparafesting soðin á.jpg

Svo fór í það að skera innra afturbrettið úr bílstjóramegin
Innra afturbretti hugsað.jpg

Svo var bara horft á og pælt hvaðætti að gera næst :)
Innri afturbretti.jpg

Held áfram á morgun
 
Ég passaði vel uppá að skera gamla innrabrettið fallega úr svo ég gæti notað neðri hlutan. En hann breytist í gull þegar maður vill nýta hann.Þennan bút ætla ég að nota til að lengja bæði aftur brettin
Gamlt stykki 1.jpg


Tekið lárétt að ofan miðað við stansinn
Gamlt stykki 2.jpg

Svo hreinsað vel fyrir skurð og suðu
Ég skar miðstykki úr og skipti því næst upp í tvo jafna hluta.
Gamlt stykki.jpg

Svona var nýtt afturbretti skorið í sundur í miðju.
Ef maður er ekki skrýtinn þá veit ég ekki hvað 😅
Þarna er svo búið að prufu fella bútinn á sinn stað.
Aftur bretti breikkað.jpg Aftur bretti breikkað 1.jpg

Þetta verður allt flott á endanum 🙏 :unsure: er það ekki?
 
Augnablikk eru að smíða fyrir mig stykki í innribrettin. Þangað til dunda ég við lagfæringar á hjólskál
Aron hjá Augnablikk var pínu skúffaður á að fá ekki að beygja stansinn sem kemur úr neðra stykkinu 😅
En ef satt skal segja hélt ég bara að það væri erfitt fyrir þá. En hann hélt nú ekki.

Það fylgir því töluverð hreinsunarvinna, svo og að reyna að fá allar línur lóðréttar fyrir viðbótarstykkin sem koma vonandi fljótlega.

Ég ákvað að skipta út þessari plötu sem lokar horninu.
Lagfæringar.jpg
 
Síðasta föstudag fékk ég loks stykkið sem Augnablikk smíðaði í innra afturbrettið fyrir mig.
En og aftur virkilega góð smíði hjá Aron.

Ég splæsti þessu saman í kvöld og það kemur svona líka ágætlega út

Innra afturbretti 1.jpg Innra afturbretti.jpg

Nú er bara að klára hitt og fara svo í að smíða demparafestingar að aftan
En þær koma inn í brettin.
 
Ég þurfti að stopp aðeins í innribrettasmíði í dag þar sem stansinn er ekki jafn breiður á milli hliða...
Hverjum hefði dottið það í hug 😅 En hann er 5.5sm hér en 6sm farþegamegin.

Það var því stopp á meðan Augnablikk reddar þessu.
Innra afturbretti 2.jpg

En ég fór þá í að smíða demparafestingu að aftan.
Þetta er hugmynd frá USA sem ég fer eftir og næ þar með mjög löngum dempara að aftan.
Eða sömu lengd og verður að framan.

Þetta sleppur vegna þess að hásingarnar eru í fullri breidd.
Demparafesting.jpg

Það er loksins smá gangur í þessu aftur...
En tímin sem ég hef í þetta er lika að verða naumur. Ég hefði viljað vera kominn lengra....
 
Síðast breytt:
Ég fékk stykkið í dag sem Augnablikk þurfti að breyta vegna skekkju í Ford Mótunum 😅

Auðvitað stóðst ég ekki freystinguna og byrjaði að punkta þetta saman :)
Innrabretti aftan farþegameginn.jpg Innrabretti aftan farþegameginn 1.jpg Innrabretti aftan farþegameginn 2.jpg

Það gerðist þó lítið meira í dag en vonandi klárast þetta í vikunni
 
Til baka
Top