• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Skilmálar og reglur

Þessar reglur eru til að gera Bronco.is. betra og þægilegra í notkun. Ef allir reyna að fara eftir þeim verður Bronco.is mun betri staður til að fræðast og deila myndum af Bronco bílum á Íslandi og öllu sem tengist þeim.

Á síðunni geta leynst skekkjur eða ónákvæmni og Bronco.is veitir hvorki ábyrgð né tryggingu að því er varðar þær upplýsingar og efni sem finna má á vefsíðunni.

Persónuníð og órökstuddur rógburður er með öllu ólíðandi og getur leitt af sér bann frá síðunni.

Bannað er að misnota spjallborðið til eigin þágu, t.d. með birtingu "referral links" eða leikja á Facebook eða sambærilegu.

Umsjónarmenn Bronco.is hafa allan rétt á að skipta sér af og leiðrétta umræður þar sem reglur eru brotnar.

Bronco.is er samfélag en ekki fjölmiðill skv. skilgreiningu Fjölmiðlanefndar og er því ekki hægt að draga Bronco.is til ábyrgðar fyrir orðum eða gjörðum notenda vefsins. Bronco.is ber enga ábyrgð á því innihaldi sem kemur frá notendum vefsins. Hver og einn notandi ber ábyrgð á því sem hann gerir eða segir. Bronco.is ber sömuleiðis ekki ábyrgð á neinum þeim viðskiptum sem fara fram á söluborði vefsins.

Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla.

Þessi vefsíða hefur að geyma tengla í aðrar vefsíður. Þessir tenglar eru ætlaðir þér til hægðarauka til að nálgast frekari upplýsingar. Það þýðir ekki að við styðjum þessar vefsíður. Við berum enga ábyrgð á efni vefsíðanna sem tenglarnir vísa í.

Myndir sem sendar eru vefnum eru álitnar gjöf til Bronco.is og til að stuðla að upplýsingasöfnun um Ford Bronco á Íslandi.

Heimilt er að deila opinberum myndum frá vefnum.
Til baka
Top