• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Skemmtilegar Bronco fréttir

Rockauto lagersala fyrir 1979 Ford Bronco

1721301120564.png
Rockauto
er nú með lagarhreinsun á varahlutum í 1979 Ford Bronco með 351w mótor.
Bæði í vél og bíl. Margir góðir hlutir á gjafverði. -> Smellið hér til að skoða úrvalið

Smá kaffi spjall 13. júlí í Lindarbakaríi Ögurhvarfi

1720716941342.pngStuttur fundur á laugardaginn 13. júlí kl 14:00 í Lindarbakaríi Ögurhvarfi. Segjum 45min til klukkutími.
Lindarbakarí er við hliðina á Bónus. Sama gata og Fornbílaklúbburinn er með aðsetur í, Skalli og Garmin búðin.
Ætlum að ræða hitting sem verður á komandi vikum. Svo sem ekkert merkilegt.

Engir Broncobílar þarfir enda verður grenjandi rigning þennan dag.
Þeir sem hafa áhuga velkomnir
🙏

Til Sölu er Plast Bronco árgerð 1973

Plast Bronco-inn víðfrægi er til sölu.
Um er að ræða mikið breyttan bíl hækkaðan fyrir 44" dekk. Hann ber númerið ED624 og er árgerð 1973.
Áhugasamir geta hringt í Hjalta í síma 8613629

Uppfærður opnunarbúnaður!

Margskonar skemmtilegar hugmyndir hafa komið fram síðustu ár, sem bæta opnun og lamabúnað á neðri aftur hlerum.

Þar má nefna gúmí fóðraðar lamir sem eru skröltfríar og í stað skröltandi stop járna eru komnir mjúkir kaplar.
Hér er þó ein nýjung en sem er ansi skemmtileg þar eru einmitt notast við mjúkan kapal og afturhlera dempara úr nýlegum F150 bíl
Útkoman er mjög flott

Söfnun heimilda um 1978 til 1979 Ford Bronco hafin

FordBronco1978 til 1979.jpgVið höfum hafið söfnun heimilda um aðra kynslóð Ford Bronco bíla, eða árin 1978 til 1979
Þegar hafa fundist yfir 80 bílar sumir fluttir inn nýir aðrir fluttir inn gegnum varnarliðsmenn.
Margir fluttir úr landi og svo aðrir ónýtir.

Myndir birtast á vefnum okkar samhliða þessari gagnasöfnun.
Áætlað er að skráningu ljúki að einhverju leiti á þessu ári.
Allar myndir og upplýsingar eru gríðarlega vel þegnar sem og ef einhver vill leggja okkur lið 🙏

Gallerí: myndaspjall

  • R9848
    Mynd: Sigurður Kj Gunnsteinsson
    1989 4X4 Sýning R-9848 1977 Ford Bronco 351 Windsor
  • R9848
    Mynd: Sigurður Kj Gunnsteinsson
    1977 Ford Bronco 351 Windsor
    🙂
    Ný Bónaður

Tölfræði spjallborðs

Þræðir
2,153
Umræður
2,408
Félagar
213
Nýjasti meðlimurinn
Agnar Jonsson
Til baka
Top