• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.
Geiri

1974 Ford Bronco G722

  • Eigandi myndar Geiri
  • Dags
1974 Ford Bronco með kerru í eftirdragi yfir læk í djúpri leðju.
Ragnar Ingimarsson skrifar:

Bíllinn er nú blár eins og ég sagði þér í símanum og er notaður á
skógræktarjörðinni minni austur í Rangárvallasýslu.

Eins og sjá má er bíllinn nú á stærri dekkjum. Ýmsu hefur verið bætt
við. Ég nefndi diskabremsurnar að framan en get bætt við að nú er hann
með læsanlegum drifum, loftstýrðum dempurum , veltigrind og 3
bensíntönkum (hliðartanki bætt við hægra megin).
Bíllinn er vinnuþjarkur og er m.a. notaður í efnisflutninga(mold, sand
og möl) og fer létt með að draga hlaðna stóra pallkerru yfir mýrlendi
og læki.

Rakst á þetta skemmtilega myndband sem sonur minn tók út um gluggann á
gröfunni, sem hann var að nota í vegagerðinni hjá okkur. -Sést
Broncoinn brölta með kerru í eftirdragi yfir læk í djúpri leðju.
 

Mynd upplýsingar

Flokkur
Myndbönd íslensk
Sendandi
Geiri
Dags
Fjöldi áhorfa
277
Umsagna fjöldi
1
Einkunn
0.00 í einkunn 0 einkanir

Deila þessari mynd

Til baka
Top