Í dag gaf ég mér tíma til að reisa grindina upp á endann sem mest ég mátti.
Hún var full af jukki sem sem betur fer var orðið skraufa þurrt.
Þetta var töluvert og sjálfsagt jafn mikið sem hefur hrunið úr henni á síðustu vikum
Flaska þarna til viðmiðunar
Því næst kom ég henni fyrir aftur á snúningsmekkanóinu og byrjaði að þrífa með þynnir.
Ég rak strax augun í ýmislegt sem ég vildi ekki mála yfir, suðu slettur og nokkra staði sem ég vildi sjóða betur heldur en Ford hafði gert, svo og gormasætin sem ég hafði gleymt að sjóða að neðan. Svo hélt ég áfram og grunnaði ég hana að hluta.
Eftir að hafa ráfað um í rúman klukkutíma fór ég aftur út í skúr að leita verkefna.
Það var spartlað aðeins í gólfið yfir punktsuður og annar staðar og svo beðið meira.
Það gekk ekki mjög lengi og ákvað ég því að byrja að losa innrabrettið að aftan farþega megin en það er loka hnikkurinn á þessari boddí vinnu.
Ég ætlaði að bíða með það þar til boddíið væri komið á grindina en... svona er þetta.
Svona lýta þau út brettin sem ég ætla að skera burt
Það tók drjúgan tíma, en sem betur fer er ég orðin laginn við þetta
Brettið farið. Mögulega sker ég meira
Þetta þarf eitthvað að laga líka
En þetta lítur ekki illa út.
Svo var nýja brettið mátað í. Mögulega lengi ég það aðeins
Ég held áfram í grindinni á morgun.