• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

76' Bronco Ek078

Hægt og bítandi kemur þetta

Innribrettinn að aftan eru klár og búið að punkta þau í að hluta.
Smíði þeirra tókst mjög vel. Ég þarf aðeins að smíða kringum þau.
Mest bílstjórameginn en þar þarf ég að beygja plötu sem myndar rennu fyrir bensín áfyllinguna.
Innri bretti punktuðí.jpg Innribretti punktuðí.jpg


Ég er enn þá að bíða eftir nokkrum stykkjum fyrir fjöðrunar kerfið. Þegar þau koma punkta ég þau og ríf svo allt í sundur aftur og byrja að mála ;)
 
Síðast breytt:
Í dag náði ég að nánast full klára farþegameginn.
Ég á aðeins eftir undir og geri það þegar oddíið er komið af.

Næstum fullklárað 1.jpg Næstum fullklárað.jpg

Nú á ég bara 2 bætur eftir bílstjórameginn og þá er þetta komið.
Ég er en að bíða eftir stykkjum í fjöðrun.
 
Þá er búið að loka öllu að aftan báðu megin og boddíið orðið ryðlaust
Ég á en eftir smá suðuvinnu sem ég kýs að klára með boddíið á snúningsteini.

Hér er ég að smíða hólf fyrir eldsneytisáfyllingu
Smíðað hólf fyrir eldsneytisrör.jpg

Aðeins lengra komið og smíðað heima
Plötur.jpg
Hér sést hólfið original vinstramegin en heimasmíðað til hægri
Hólf fyrir eldsneytisrör hægrameginn.jpg

Þetta lýtur vel út og en betur þegar búið verður að mála
Bílstjórameginn.jpg Farþegameginn.jpg


Að lokum tilti ég frambrettinu á til að skoða útkomuna.
Hún er bara nokkuð nálægt mínum óskum :)
Komin smá mynd á þetta.jpg


Ég er enn þá að bíða eftir hlutum í fjöðrunar búnaðinn og tek ekki sundur fyrir en það er komið.
Svo þegar búið er að stilla upp fjöðrun tekur við nokkurt rif og svo mikil hreinsun og suðuvinna. Svo fer ég í að mála endanlega :)
 
Síðast breytt:
Seinnipartur dagsins fór í að smíða þessa demparafestingu bílstjóramegin að aftan.

Þetta voru smá pælingar og afstillingar.
Demparafestingar að aftan.jpg

Svona kemur þetta til með að líta út.
Demparafestingar að aftan dempari.jpg

Næst er það farþegamegin.
Það ætti að ganga vera einfaldara þar sem þessi reynsla skilar sér.
 
Þetta gerðist í dag.

Demparabogi kominn farþegamegin
Farþegameginn.jpg

Nú er bara eftir að ganga frá samsláttarpúðum
 
Nýir Bilstein demparar komu í dag. Það tók aðeins lengra en ég bjóst við, en það er vanjan þessa daga.
Ég er mjög spenntur að fá að máta þá undir næsta rigningardag :)

Bilstein 2.jpg

Svo skila fleiri hlutir sér fljótlega... vona ég ;)
 
Jæja veturinn nálgast með góðum Bronco stundum vonandi.
Ég er aðeins farinn að huga að samsetningu og ákvað að splæsa í ný ljósagler og spegla.

Ég tók tvenn pör af speglum og eitt par af glerjum, ásamt parkljósum í grillið.
Pakkadagur 21.09.2024.jpg Ljós og speglar.jpg
 
Til baka
Top Bottom