• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

76' Bronco Ek078

2 Klst í dag. Það vannst markt.

Gataði fyrstu gólf plötuna og undirbjó. Festibakið og spartlaði fyrstu umferð. Skar framgólfið gróflega og hreinsaði kanta. Nú vantar bara meiri stál frá Augnablikk best að heimsækja þá á morgun.
Bak farþegameginn.jpeg
 
Það kemur ýmislegt í ljós þegar gamalt járn er skorið burt.

Svona var til dæmis fremsti body festingar bitinn brotinn.
Það er ekki neitt ryð og bitinn allur góður að öðru leiti svo ég lagfæri þennan part.
Strákarnir í Augnablikk ætla að redda þessu fyrir mig.
Gólfbiti 2.jpg Gólfbiti.jpg

Ég hélt áfram með farþegagólfið í dag. Ég get ekki fellt fremragólfið niður fyrir en ég fæ meira frá Augnablikk.
En ég get forborað, skorið og sniðið til. Þessi vör á aftari plötunni truflar mig aðeins.
Ég sker hana líklega burt, til að fá fallegra yfirbragð á gólfið.
Gólf mátað 1.jpg

Það fer að styttast í að ég snúi mér að grind og þeim hlutum :)
 
Uppgerðarverkefnið tók nýja stefnu í dag þegar ég byrjaði á grindinni.
Þetta var langur dagur frá morgni til kvölds sirka 8 tímar.
Ég fékk parta í síðustu sendingu sem ég hafði hugsað í þennan bíl og Augnablikk eru ekki tilbúnir með body partana sem mig vantar svo það var ekki eftir neinu að bíða.

Ég byrjaði á því að skera gamlar festingar af, bæði gormaskálar og fjaðrahengsli
Afskurður.jpg

Svo tók við drjúgur tími í hreinsun, því næst sprautaði ég undirsuðugrunn á það sem þurfti að mála.

Því næst mældi ég út fyrir nýjum afturhengslum og mátaði nýju fjaðrirnar með 3.5" lyfti
Þetta leit vel út. Ég færði fjaðrirnar aftur um sirka 6sm.
Einnig hafði ég keypt Super Shackles, fjaðra hengsli sem eiga að hleypa lengra.
Fjaðrir mátaðar.jpg Super shacles.jpg
Fjaðrahengsli.jpg


Þá var bara að steikja fast
Það gekk að sjálfsögðu vel enda öll undirvinnan flott.
Fjaðrahengsli soðin á.jpg Fjaðrahengsli soðin á 1.jpg

Svo var að mæla fyrir Nýjum gormaskálum að framan.
Ég hafði sett málaralímband á grindina og miðjusett allt áður en ég skar gömlu af svo þetta var leikur einn líka
Gormaskálar.jpg

Svona lýtur sú nýja út. Rétt stillt upp á millimeter, og búið að punkta fast.
Nýjar gormaskálar.jpg
 
Smá dund í dag. Náði að sjóða gormaskálarnar fastar og fjaðrahengsli aftari að ofan.

Svona lýtur þetta út. Þetta verður flott.
Aftari hengsl soðin að ofan.jpg

Gormaskál soðin að ofan og á hliðum.
Neðri hlutin eftir en ég þarf að snúa grindinni til að geta átt við það.
Gormaskál soðin að ofan.jpg

Ég ákvað að skipta út hræðilega mixaðri þverstífu festingu og setja nýja af lagernum ;)
Henni þurfti ég aðeins að breyta fyrir þetta verk. En það gekk vel.
Þverstífufestingin búinn að tilla henni á.
Þverstífufesting 2.jpg Þverstífufesting.jpg

Næst er að sjóða þverstífufestinguna fasta og slípa svo létt yfir suður.
Þá er ekkert eftir annað en að mála og byrja að raða saman.
Allt kram er að mestu tilbúið. Ég þarf reyndar að rífa það úr öðrum bíl en svo er bara skrúfa og tengja.
Bodýið er ekki klárt en ég er enn að bíða eftir body hlutum frá Augnablikk.is
 
Smá framvinda nýlega í bodý og hér koma tveir bodý dagar í röð.

Aftara gólfið farþegamegin soðið fast og verið að máta framgólf.
Aftaragólf komið í.jpg

Framgólf farþegamegin, tekið í hæð og snikkað við hvalbak.
Mátað í.jpg

Byrjað að sjóða framgólfið farþegamegin fast.
Fullsoðið framgólf.jpg

Framgólfið nánast fullsoðið.
Fullsoðið.jpg

Fullsoðið gólf og byrjað að slípa suðupunkta
Fullsoðið 1.jpg

Yfirsýn yfir nýtt gólfið.
Bæði.jpg

Næst sný ég mér að hvalbaknum sem þarf smá ást.
 
Dillur og ekki dillur. Sumar dillur verður maður bara að elta og það að gera betur en ekki er bísna mikilvægt á þessum tímapunkti.
Fyrirséð og ófyrirséð verkefni þarf að framkvæma.

Svona leit gólfið í Salsakofanum út í dag og ekki í fyrsta skipti.
Mikið skorið og skafið.
Rusl.jpg

Það var ekki fyrirséð að fara að skipta um hlið í hvalbak bílstjórameginn.
Það var þó mikilvægt þegar allt annað var að verða svona glansandi fínt.
Hliðin var skorin úr og ný smíðuð í snatri.
Bara eftir að sníða hana fullkomlega svo allt verði fallegt.
Bílstjórahlið.jpg

Það var hinsvegar fyrir séð að lagfæra þessa skúffu undir hvalbaknum.
Augnablikk mínir menn smíðuðu eitthvað sem ég græjaði svo til að passa fullkomlega.
Hér er verið að bera stykkið við og sjá hvað betru megi fara.
Hvalbakur.jpg
 
Smá viðgerðir á hurðastafnum bílstjóra megin í dag.

Þarna þurfti ég að endurnýja vasann neðst. Hann hafði verið endurnýjaður áður en það var ekki vel gert.
Einnig lagfærði ég kantinn sem fellur upp að plötunni.
Ég er einnig búinn að sníða til plötuna sem kemur undir hvalbakinn og niður að gólfi.
Hurðastafur neðri.jpg Hurðastafur.jpg

Þetta smá kemur. Þetta bodí verður reyðlaust á eftir.
 
Annar Bronco dagur að kveldi komin og það gerðist eitt og annað.
Hurðastafur bílstjóramegin var hreinsaður og grunnaður með Jodamastic, 2 umferðir.
Hurðastafur fremri.jpg

Farþegamegin er svo eitt og annað klastur sem þarf að skoða.
Hér hefur eitthvað verið reynt en illa hreinsað og ekki fengist hreinn bruni.
Tja... eða einhver að taka sín fyrstu skref í rafsuðu :)
Margt er reynt.jpg

Næsta verk er að sjóða nýja plötu þarna fyrir og slípa og grunna.
Það ætti að verða á morgun ef guð lofar ;)
 
Jæja hliði fór í bílstjóra megin undir hvalbaknum eða Kicker panel eins og kaninn kallar þetta stykki.
Ég lét strákana í Augnablikk beygja þetta fyrir mig.

Hér er aðeins verið að stilla af og fá þetta til að fatta.
Platan fellur vel að hurðastafnum svona, fyrir suðu
Alltaf einhverjar æfingar annars er ekkert gaman.
Kickerpanell bílstjóramegin 0.jpg

Suðuvinnan gek vel þegar allt var tilbúið.
Þetta verður flott
Kickerpanell bílstjóramegin.jpg

Svona lítur þetta út frá ytri hlið
Kickerpanell bílstjóramegin 2.jpg

Og svona innan úr vélasal.
Kickerpanell bílstjóramegin 1.jpg

Meira fljótlega
 
Síðast breytt:
Nokkrir auka Bronco tímar í dag.

Ég náði að skera ofan af hvalbaknum og gera klárt viiðgerðastykki í hann.
Þar með talið að bora öll got og hreinsa ásamt því að hreinsa allt ryð burt.
Svo grunnaði ég alla fleti með Jodamastic.

Því næst hreinsaði ég hurðastafin bílstjóramegin að utan og grunnaði þann part
Hér er allt hreint og fínt bara grunna.
Hurðastafur hreinsaður að utan og grunnaður.jpg

Og þarna er það komið allt grunnað og fínt.
Innraframbretti grunnað.jpg
 
Annar jóla Bronco dagur 🎅

Hvalbakurinn var tekinn fyrir í dag og ég skipti út hluta af efri plötu sem liggur upp að gluggapóst.
Hér sést hvað stykkið var orðið lélegt en þó eru þarna líka göt eftir styrkinguna sem var undir en hún var botnlaus orðin.
Bílstjórahlið.jpg

Hér sést stykkið komið í og soðið ég
Hvalbakur og gluggapostur 2.jpg

Aðeins frá örðu sjónarhorni
Hvalbakur og gluggapostur.jpg

Þarna er verið að máta styrktar stykkið í, mikið klippt, beygt og skorið
Hvalbakur neðri hluti.jpg

Styrkingin í smíðum. Mestur tími fór í þessar tvær innfellingar sem eru original og verða því að vera áfram.
Seinni myndin er af sama stykki allt borað á réttum stöðum tekið úr fyrir hinu og þessu og innfellingar soðnar.
Svo var allt grunnað með Jodamastic
Styrking smíðuð.jpg Styrking undir hvalbak.jpg

Því næst grunna ég þá fleti sem lenda inní styrktar bitanum með Jodamastic.
Hvalbakur að neðan 1.jpg

Seinni plötuna, fláan farþega megin á ég nýjan og smelli henni á í lokin.
Hún er þegar grunnuð að innan með Jodamastic.

Meira síðar
 
Jæja tók laugardaginn snemma og þá skeður eitt og annað.
Fullur dagur í vinnu.

Styrktar bitinn er komin í og soðinn fastur.
Hér er smá video sem sýnir hann rétt fyrir suðu.

Það kemur allt til með að lýta vel út undir hvalbaknum og ofan í bitanum.
Svo fyllum við þetta með Pro Lan
Hvalbakur og styrktarbiti.jpg

Hér er svo mynd af Hvalbaknum og original stykkinu sem kemur farþega megin
Hvalakur að mótast.jpg

Eftir nokkrar tilraunir tel ég að Weldthrough primer brenni minna en Jodamastic.
Svo ég nota hann í sauma.
Weldthrough primer.jpg

Svo varð ég auðvitað að kíkja inn í hurðastafinn farþegamegin.
Það var ekkert gaman, En þetta hreinsast auðveldlega og er bara yfirborðs ryð.
Gerum þennan fínan eins og hinn :)
Hurðastafur.jpg

Meira síðar
 
Jæja, ég ætlaði að taka vel á því í dag en svo fór ekki.
Rafsuðuvélinn ákvað að verða gas laus og það á sunnudegi.
Reddum því á morgun.

Ég gerði tilraun til sandblásturs á hurðastafnum innandyra en sá strax en samt of seint að það væri ekki farsælt 😅
Endaði á að þurfa að sópa heilmikið. Betra að býða eftir góðum degi til þess.

Ég náði þó einum punkti og að skippulegja smíði á innrabirði á hurðastaf farþega meginn.
Hér er það verk í vinnslu.
Plata innan á hurðastaf farþegameginn.jpg

En fyrst gasið var ekki til staðar ákvað ég að græja plötu utan á grindina fyrir vökstýrisvélina.
Hún er 6mm og gefur góðan styrk. SJálfsagt þarf ég ekki gegnum gangandi hólka í grindina?
Það er þó en á borðinu.
Plata utan á grind við vökvastýri.jpg

Meira síðar ;)
 
Jóla undirbúningur tekur nokkurn tíma frá Bronco smíðum en þó ekki meira en svo að maður komst út í skúr í 2 klst. til ráðagerðar.
Ég var ansi oft búinn að lenda í vanda með það að eiga ekki réttu kraft tangirnar eða réttu þvingurnar.
Einhver staðar í kollinum kviknaði hugmynd um að smíða þetta bara og eftir smá fund með Youtube sá ég að það er ekkert mál.

Hugmyndin var að smíða dýpri krafttöng. Ég á nokkrar djúpar en enga svona djúpa, eða um 30sm
Ég átti afgangs 6mm plötu sem ég hafði fengið til að smíða styrkingu undir stýrisvélina.
Svo ég réðist í það verk að skera út tvo jafna kjamma, ég hafði styttri Kraft töng til viðmiðunar.
Vise Grip.jpg

Hér er svo nýja græjan að kólna.
Ég gerði ein mistök í þessari smíði.
Það var að velja lélega töng í breytinguna, en allt slit margfaldast í svona miklu verkfæri.
Vise Grip 1.jpg

Hér eru þær saman nýsmíðin og fyrirmyndin.
Hér kemur sú nýja sér vel en fyrirmyndin nær bara ekki nógu langt.
Vise Grip 2.jpg

Og svo hér.... Sú nýja að sanna sig.
Vise Grip 3.jpg

Á morgun er spáð frosti hér í höfuðstaðnum og vonandi gefst tími til sandblásturs úti...
 
Í dag 22.des 2023 gafst smá stund mitt í annríki dagsins til að sandblása hurðastaf, gluggapóst, síls og fleira.

Bodíunu var því trillað út og sandurinn settur í kútinn.
Sandblástur.jpg

Það hefði verið gaman að geta verið lengur en dagurinn brennur hratt á þessum tíma árs.
Ég náði að klára það helsta
Sandblástur 2.jpg


Meira við fyrsta tækifæri 🎅
 
Það er gott að laumast út í skúr á jóladag :) og koma einu og öðru í verk.

Farþegahliðin er að taka á sig mynd og hurðastafur og síls í endurnýjun.
Hér er ég að máta sílsinn farþegameginn búinn að klippa til og beygja inn enda.
Síls farþegameginn.jpg

Hér sést neðanverður hurðastafurinn. Þessa ryðguðu plötu klippti ég og smíðaði nýja.
Hurðastafur farþegameginn.jpg

Hér er komin ný plata í stað þeirra ryðguðu auk þess sem ég er að smíða upp ytrabyrði hurðastafsins.
Að auki eru hér komin fyrstu drög að endurnýjun á ytrabirði hurðastafs.
Hurðastafur farþegameginn ytrabyrði punktað.jpg

Ytraburðið að verða full soðið.
Hurðastafur farþegameginn ytrabyrði.jpg

Hér er svo að koma smá mynd á þetta. Sílsinn liggur laus ofan á
Hurðastafur farþegameginn ytrabyrði lengra komið.jpg

Meira flótlega
 
Síðast breytt:
Nýja árið hafið og nú heldur verkið áfram.

Grunnurinn orðin vel þurr og þá er málað innan í hurðastafinn farþegameginn og sílsinn líka.
Dyrastafur.jpg

Næst er bara að byrja að setja saman og loka þessu öllu.

Meira fljótlega
 
Síðustu tveir dagar hafa skilað árangri.

Nú er nánast öll vinna búin við boddíið og í sjálfum sér þarf ég ekki að gera meira.
En það ætla ég þó að gera.
Nokkrar myndir af því sem ég hef gert.
Síls farþegamegin var endurnýjaður að hluta.
Hér sjáum við ofan í hann. Hreinsað og grunnað með Jodamastic og svo lakkað yfir.
Ofan í síls farþegameginn.jpg

Sílsin komin í.
Síls farþegameginn.jpg

Vinna við eldvegg og framgafl er búinn.
Nýjar hliðar beggja vegna ásamt styrktarbita og plötum ofan á
Eldveggur.jpgHurðastafur og plata við eldvegg.jpg

Framgaflinn var hreinsaður og grunnaður með Jodamastic ásamt báðum gólfi
Framgafl og gólf.jpg

Séð að framan.
Framgafl.jpg

Næsta verk er að spartla nokkra staði, svo kítta í sauma undir boddíi
En það verður að bíða fram í febrúar. Nú er komið að smá fríi og vonandi einhverjum varahlutakaupum ;)
 
Sæl öll. fríið var ánægjulegt en þó saknaði maður stundum verkefnana.
Nú þegar heim er komið hófst ég handa við að sjóða í smágöt eftir skrúfur sem höfðu verið settar gegnum hliðarlista.

Hér má sjá göt eftir lista á hliðum langt aftur eftir.
Göt eftir lista.jpg

Bíð að slípa niður.
Búið að sjóða í göt.jpg

Svo var kíttað með saumum og hurðastafir hreinsaðir
Kíttað með samskeytum.jpg Hurðastafir hreinsaðir.jpg

Því næst var gólf að innan hreinsað og svo tekin pása í ryki og drullu 😅
Pása.jpg Innragólf hreinsað.jpg

Næsta verk er að halda áfram að loka götum og fara svo í aftur horn.
Spennandi verkefni :)

Meira fljótlega
 
Til baka
Top