• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

76' Bronco Ek078

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Það er farið af stað smá auka uppgerðarverk efni hjá mér.
Það er smá hlé á öðrum Bronco verkefnum, svo mér fannst tími kominn til að henda mér í þetta.
Bíllinn var mest bara partar sem ég fékk í hendurnar og allt meira og minna farið.
Hér er ég byrjaður að sandblása grindina eftir að vera búinn að tilla undir hana hásingum.

Ég ákvað að fjárfesta í einhverju vitrænu til að blása með. Kostnaður við sandblástur er mjög mikill og t.d hefði kostað 70-100þ að blása þessa grind.
Græjurnar með sandi standa í því verði og mig langar að geta blásið allt það sem mér sýnist.

Ég verslaði þrýsti kút hjá Jako.is
Hann reyndist aðeins geta unnið með sér efni, sem reyndust dýr. Eftir smá goggle og youtube fann ég

hvernig ætti að breyta sandblásturs byssunni og fá hana til að virka með ódýrum sandi.

Nokkuð góð afköst en loftpressan er sveitt
 
Síðast breytt:
Sandblæstri að mestu lokið og nú hefjast viðgerðir á grind. Lagfæra þarf bodysæti á nokkrum stöðum.

Ég hér í sandblástursgallanum sem er buff, rykgríma, sundgleraugu, derhúfa og heyrnaskjól 😅
1.jpg 2.jpg

Þetta lúkkar vel
 
MIGs Super shackless
Þó rólegt hafi verið yfir öllum Bronco verkefnum í sumar eru pantanir að utan nú að streyma inn.
Þessar gormaskálar eru mjög flottar og líka þessi fjaðrahengsli (Super shackless) sem veita lengri fjöðrun en original hengslin. Keyptar af framleiðanda í USA.
 
Hreinsaði botninn og grunnaði með JOTAMASTIC 90.
Gaman að vera kominn aðeins af stað með þetta.
Það þarf að fara í gólf, hvalbak og nokkra staði.
Gólfplötur á leiðinni.
Botn.jpg


Sílsarnir þurfa viðgerð.
Ég fékk snillingana í Augnablikk til að græja viðgerðarstykki sem hentuðu mér.
Búinn að merkja fyrir og svo er bara að skera og slípa.
Síls.jpg


Meira fljótlega
 
Ég náði nokkrum tímum í dag í skúrnum og það skilaði sér.

Skar neðan af gamla sílsínum og hreinsaði burt suður.
Botn 2.jpg

Hér sést hvernig ég skil eftir toppinn á sílsinum og stykkið sem ég hannaði og lét Augnablikk smíða smellur þarna neðan á.
Botn 1.jpg

Hér að neðan sést hvernig ég hannaði sílsinn með efnisþykktarbroti ofarlega.
síls snið.jpg

Sílsinn kemur í yfirstærð og er svo tekinn í rétta stærð eftir þörfum.
Þetta viðgerðar stykki er hægt að fá keypt hjá Augnablikk.
Síls lengd.jpg

Mátað í. Þetta passar flott
Síls 4.jpg

Þetta þarf ekkert að klikka.
Síls 1.jpg

Hér er hann kominn í rétta lengd og situr fallega. Sjálfborandi skrúfur að ofan frá Wurth
Síls 2.jpg

Hér að neðan sést hvernig ég beygði endan aðeins inn. Það er fallegra. þó þetta fari undir kítti.
Síls 3.jpg

Meira við tækifæri
 
Síðast breytt:
Nokkrir tímar í skúrnum síðustu daga.
Það hefur svo sem ekki allt verið myndað. En þetta er nýjast

Það var komið gat á efraafturbretti.
Eitthvað sem þurfti að lagfæra.
Áður.jpg

Þá er að klippa, skera og sníða bót.
Bótin sjálf er beygð í vinkil og svp klipt úr þeim köflum, þar sem sveigju er þörf.
Þessi bót er ekki bein heldur kúpt.
Utanvert.jpg

Svona leit þetta úr að innan
Innanvert.jpg

Eftir smá suðuvinnu sé ég ekki betur en þetta verði gott .
Viðgerð á efra afturpretti.jpg

Svo hreisaði ég sílsinn farþega meginn.
Hann er mjög heillegur að sjá, en þarf smá lagfæringu vinstrameginn.
Ég á en viðgerðar stykki frá því ég gerði við sílsinn hinumeginn.
Hinn sílsinn.jpg

Meira síðar ;)
 
Þetta smá tosast einn klukkutími hér og annar þar, þá kemur þetta allt.

Náði að grunna botnin og ytri sílsinn að innan með Jodamastic 90
Hér sjáum við liggja á botninum innri sílsinn og ytri sílsinn.
Botn málaður.jpg

Hér sjáum við svo inn í sílsinn. Hann er grunnaður með Jodamastic og málaður með hvít lakki sem ég átti.
Svo baðar maður þetta með feiti.
Síls málaður að innan.jpg
 
Náði augnabliki í dag og kom málningu á body/efri síls og sílsaplötu innanverða.

Hvítt lakk á allt. Næst er suða held ég.... nema annað komi uppá :)
Efri síls málaður að innan.jpg Innrisíls málaður.jpg
Meira við tækifæri
 
Við hjónin tókum langa helgi og ferðuðumst um landið.
Á meðan kom nýtt gormasæti frá USA í þennan bíl.
Ég stilli þeim upp hlið við hlið til viðmiðunar.
Hvað skildi vera í gangi? :)

Gormaskálar.jpg
 
Náði smá Bronco tíma seinni partinn í dag.

Byrjaði að sjóða sílsinn á með punktsuðu.
Ég notaði sjálfborandi skrúfur frá Wurth til að skrúfa hann þétt að.
Síls soðinn.jpg

Svona lítur hann út.
Ekki alveg full festur, það vantar innrabyrðið.
Síls soðinn 2.jpg

Saumurinn að innan grunnaður með Epoxy.
Ég held ég láti undan freistingu og setji kítti þarna yfir...
Saumur að innann.jpg

Klára vonandi þetta um helgina.
Gólfplötur og innribretti eru að lenda um miðjan mánuðinn ásamt fleiru.

Meira síðar
 
Síðast breytt:
Smá stund í dag vað til þess að sílsinn var soðinn að neðan.
Þetta lýtur vel út :)

Ég bora 5mm göt með 5sm millibili og punkta að aftan.
Þetta er mjög svipað og Ford gerir, jafnvel betra þar sem þéttara er á milli punkta hjá mér.
Síls soðinn að neðan.jpg

Meira síðar...
 
Jólin koma snemma segja sumir og það gerðist í dag.
Í dag kom stór Bronco pakki og ekki bara í þennan bíl.
En þessi fær úr honum nýtt framgólf ásamt fleiru :)

Við Rósmundur fórum á Forna að sækja herlegheitin.
WH4x4-2.jpg

Jóla pakkar komnir heim.
Forni var nú pínu latur með þetta heim 😅
WH4x4-3.jpg

Þetta er drjúgur stafli, sem gaman verður að vinna úr (y)
WH4x4-4.jpg

Nú má veturinn koma :eek:😅
 
Í þessari sendingu komu meðal annars gólfplöturnar í framgólfið.

Ég mátti til með að leggja þær lausar í og sjá hvernig þetta kæmi til með að lýta út.
Allt fram gólfið.jpg

Það þarf töluvert að snikka til svo þetta falli vel.
Aðalega skera meira úr gamla gólfinu.
Byrja í næstu viku líklega :)
Gólfplötur.jpg
 
Smá skúr í dag. Það rigndi mikið hér og ekkert veður til að vinna úti.

Það hefur líkast til tekið 3 klst. að gera bílstjóragólfið þokkalegt.
Ég á þó en eftir að gera nokkrar breytingar.
Lagfæra kanta og fleira, ég er alveg að verða ánægður með hvernig það fellur
Bílstjóragólfið.jpg

Ég nota mikið sjálfborandi skrúfur frá Wurth til að tilla stykkjunum á meðan ég byrja að sjóða
Bílstjóragólfið 2.jpg
 
Þetta verk vindur upp á sig. Ég hélt að gólfið færi í bílstjórameginn í dag en nei!
5 klst. síðar er ég bara búinn að skipta út fleiri stykkjum og gera við eitt og annað í kringum gólfið.
Eitthvað sem ég hefði séð eftir að hafa ekki gefið mér tíma í síðar ;)

En hér er platan, ég ákvað að skera af henni vörina sem er upp á stokkinn.
Vörin er ekki original og ég sé ekki ástæðu til að halda henni.
Hlið 2.jpg

Hér er búið að skera og verið að mæla fyrir borun
Borað.jpg

Hér er fyrsta myndin aftur. Hliðin hægra megin. Þar sem skiptir milli tanka er var orðin pínu léleg.
Sérstaklega flipinn að neðan. Ég ákvað að laga þetta.
Hlið 2.jpg

Búinn að skipta um hliðina og sjóða fasta.
hlið.jpg

Platan mátuð í aftur. Ég gerði einnig við smá flipa í stokknum ofan við bitann.
Gólf og hlið.jpg

Hér er verið að grunna svæði sem lenda á bak við með suðugrunn (Weld through primer)
Ég er nokkuð hrifinn af honum.
Grunnað.jpg

Mögulega fer gólfið í á morgun ef tími gefst :)
 
Gólfið var loksins soðið í, í dag.

Það voru þó nokkur handtök sem ég þurfti að klára, en forvinnan var góð svo það gekk vel.

Á nýja gólfinu var gat fyrir kúplingstein. Það þurfti að loka því.
Loka kúplingsteinsgati.jpg

Einnig þurfti að setja bollann fyrir handbremsubarkann í nýjagólfið.
Handbremsubrackett.jpg

Það er betra að vera nákvæmur hér loftar aðeins undir plötuna vegna þess að vörin var ekki skorinn nógu vel af.
Aðeins að slípa það svo góð suða fáist.
Slípa meira.jpg

Suðuvinnan gekk hratt og vel. Svo vel að ég tók engar myndir fyrir eftir á.
Ekki er ég nú mikill suðumaður en hef þó soðið töluvert um æfina.
Ég kýs að nota 0.6mm vír í body vinnu og nota mikinn hita.
Vélinn mín er stillt eftir efnisþykkt og þó þetta sé þunnt efni síð ég það sem 2.6mm jafnvel meira.
Það geri ég til að fá góða dýpt á suðupunktinn og þá fæst hann líka mun sléttari, sumir jafnvel sjást ekki.
suðupunktar 1.jpg suðupunktar 2.jpg suðupunktar.jpg

Séð neðan frá. Virkilega góð gegnum brennsla alls staðar.
Þar sem mest dropar niður slípa ég aðeins.
Neðan nýtt.jpg

Ég lauk deginum á því að slípa yfir suðurnar og spartla létt yfir.
Þetta verður svo lagfært aðeins betur áður en ég grunna allt.
Spartlað.jpg

Meira eftir helgi ;)
 
Síðast breytt:
Jæja, ég hélt að það gæfist ekki tími til neins en klukkutími hér og klukkutími þar skila alltaf einhverju.

Ég náði að hreinsa og stilla af bakplötu í farþegagólfi, núna seinnipartinn.
Planið er að skipta um alla vörina í stokknum milli sætanna.
Hana fæ ég ekki fyrir en eftir helgi, en það svo sem vantar ekki verkefnin ;)
Farþegagólf.jpg

Meira við tækifæri!
 
Til baka
Top