• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

76' Bronco Ek078

Aftur horn á Bronco er þekkt vandamál.

Eitthvað verður maður að lagfæra þessi :/
Hér er farþegameiginn það er verra.
Aftur horn  1.jpg

Bílstjórameginn heldur betra.
Meiri styrkur heilt yfir mögulega viðgerðarhæft með bótum en ég sé til..
Aftur horn  2.jpg

Hér er verið að gera smá skapalón til að sníða eftir.
Aftur horn.jpg

Rétt að heimsækja Augnablikk á morgun og fá þá til að gera einhverjar plötur með þessum gráðum.
 
Ryk og meira ryk í dag.

Það var töluvert puð að vinna afturfletið niður.
Ekki alveg komið en lítið eftir.
Mikið sem þetta er alltaf fallegt samt glansandi Ameríku stálið

Dagurinn fór í lagfæringar á hjólaksál og svo að hreins afturgólfið að innan
Afturgólf að innan.jpg

Áfram verður haldið fljótlega og gólfið full hreinsað.
Hjólaskálarnar aftari verða skornar burt svo ekki þarf að strjúka þær neitt :)
 
Aukaverk.... Við nánariskoðun og eftir að hafa hreinsað haug af kítti burt.
Kom í ljós að innribrettin að aftan bílstjóramegin þurfa einhverja skoðun og viðgerð á fyrri viðgerð.

Þarna hefur einhver punktað plötu og kíttað svo allt og grunnað yfir.
Þetta leit ágætleg út þar til ég hreinsaði kíttið burtu.
Líklega kem ég til með að skipta út þessari plötu jafnvel allri...
Innribretti að aftan.jpg
 
Skemmtilegur dagur. Hásingar vor dregnar fram í dag. 9 tommu 31 rillu og Dana 44 Hp undan stóra Bronco og eru í fullri breidd og fara þannig undir.
Það munar 2 sm á breidd sýnist mér í fljótu níutomman er 170sm en D44 er 168sm

Ég hafði ekki skoðað þær síðan ég keypti þær, en þær koma á óvart og eru ekki sem verstar.
En ég fer þó í gegnum þær og skipti sj´lafsagt um flest allt.
Hásingar.jpg

620072R var aðeins undir 1978 og 1979 Bronco skilst mér. En fullyrði ekkert.
D44 Framdrif.jpg

Smá klúður hér en ég leysi þetta með slípirokknum ;)
Er að vona að ég geti notað C klossana
D44 Klossar.jpg

Ég dunda mér í þessu á morgun líka :)
 
Síðast breytt:
Smá kvöld stund í skúrnum.
Ég kipti út öxlunum og sleit úr drifköggulinn til að skoða hvað ég hef í höndunum.
Þetta eru fyrstu myndir. Ég á eftir að telja þetta.
9 Drif 2.jpg 9 Drif.jpg 9 Drif 5.jpg

9 Drif 9.jpg
 
Ég ákvað að kaupa í hásingarnar allar bremsur, spindlar, dælur og fleira.
Þá eru þau mál bara leyst og hesturinn getur brunað hvert á land sem er.

Það var ánægjulegt að finna þessa læsingu þarna. Líklega er þetta No-Spin sem er upplögð jeppa læsing

Það sem ég pantaði er eftirfarandi og kemur frá Rockauto.:
RockAuto Order Confirmation.jpg

Þessi pöntun kemur heim á 115.00 fyrir utan aðflutningsgjöld.
Mér leyst ekki á legurnar hjá Rockauto og kýs að panta Timken legur frá Wildhorses.
Þær eru aðeins dýrari en ég trúi að gæðin séu betri.

Eitthvað þarf ég meira í framrörið... rétt að hugsa það aðeins svo allt sé til staðar þegar samsetningar fara fram :)
 
Nokkrir tímar fóru í að hreinsa í dag.
Þvoð með hreinsir og svo hreinsaðar af gamlar festingar einnig hreinsa ryð og slípa niður frunsur.

Níutomma með afskurði. Þetta er nú meiri ryk og drullu vinnan.
níutomma hreinsuð.jpg

Mögulega ef það kemur góður dagur sandblæs ég þetta líka.
Niutomma.jpg

Nú þarf að fara að skoða í kassa hvort eitthvað sé ekki til á þetta :)
 
Framhásingin fékk smá athygli og mér til mikillar ánægju kemur í ljós að þar er líka að finna No-Spin lás og 4.56 hlutfall.
Ég læt það bara duga til að byrja með í þessum bíl og sé hvernig hann lætur þannig.

En þetta var þvílík heppni því þegar ég keypti hásingarn var mér sagt að það væru engi lásar í þeim.
Dana 44.jpg Dana 44 7.jpg

Hér er ég búinn að skera fjaðrasætið af.
Skorin platti 1.jpg

Svo var að slípa niður. Það gekk ágætlega. Þó virðist sem fyrri eigendur hafi borað gegnum rörið fyrir fjaðraboltanum.
Nema gatið hafi verið.
Slípi vinna.jpg Dana 44 9.jpg

Svekkelsi var að sjá að þeir höfðu líka brotið framan af C stýringunni.
Fyrsta hugmyndinn er að sjóða þarna framan á og slípa til...
Hvað finnst ykkur?
Brotið C.jpg

Slípa hinn endan á morgun og skoða betur :)
 
Síðast breytt:
Það var skorið og slípað í dag og loksins er þetta farið að líta nett út.

Ég komst líka að því að þetta eru í raun 78/79 hásingar undan Bronco.
Þetta var eina tímabilið með þessu raðnúmeri 620072R. En þessi tvö ár báru 62xxxxx eingöngu.
Ásamt því að vera með steyptum sætum fyrir C fóðringuna.
Slípað 3.jpg Slípað.jpg Dana 44 Serial.jpg
 
Allt potast þetta í rétta átt.

Í dag tók ég fram sandblásturskútinn og sandblés 9 tommu rörið.
Sandblásin 9 tomma.jpg

Og líka stýristjakkinn sem fylgdi fram hásingunni
Sandblásinn stýristjakkur.jpg

Hann var svo sprautaður með Jodamastic grunn
Stýristjakkur grunnaður.jpg

Hann var frekar étinn greyið


Og rörið líka.
Ég á eftir að sjóða töluvert á rörið en kýs að grunna það strax.
Slípa svo frekar suðusvæðin og grunna aftur.
9 Tomma grunnuð.jpg

Ljómandi gaman að sjá eitthvað taka smá lit.
Ég spurðist fyrir í gær á alnetinu og komst að því að það eru sömu legur í D44 hp og venjulegu.
En hins vegar þarf ég að kaupa innri pakkdósina í D44 hp. Hér er tengill á hana
 
Síðast breytt:
Þetta verkefni tók smá beygju núna.
Planið var að setja 351 og C6 en mig vantaði millikassa sem passar inn í Bronco grindina, ég vildi ómögulega skera hana.

302.jpgÞessi 302 mótor var auglýstur nýlega. Hann var nýuppgerður og heppilega útbúinn fyrir skemmtilega Bronco
302 með beina innspýtingu, AOD 3 gíra sjálfskipting með overdrive og Np205 millikassi.

Þessu fylgir svo ýmislegt gotterí










Ég snaraði mér eftir þessu í dag.
Forni stóð sig frábærlega :)
Hér er hann samtals 472 cubic en ég held að aðeins 50 virki 😅
Forni með 472 cubic.jpg
 
Bremsupakki frá Rockauto.jpgJæja, það er nóg að gera framundan. Ég þorði ekki annað en að taka vel til í Bronco höllinni til þess að gera vinnunan auðveldari og lát mér líða betur. Hún var orðin pínu aðþrengd og ruslaraleg.

Klára á morgun og fer með helling í Sorpu ef Froni nennir á fætur 😅

En +i fréttum er það helst að sendingin frá Rockauto er komin.

Bremsu sett í Dana44 og 9" Black editidion ;)
Þetta verður geggjað
 
Síðustu dagar hafa farið í að endurskipuleggja skúrinn. Færa til og henda og raða upp á nýtt.
Nú þegar það er búið græjaði ég þetta snúnings rótissserí fyrir grindina.
Ég vill geta snúið henna á meðan ég grunna og mála. Það verður vonandi næstu daga.

Vélagálgi og trébitar sem ég hirti í Bauhaus. Þessir þykku sem koma á mill timburbúnta.
Allt á hjólum og hægt að rúlla fram og til baka.
Grindar rótisserí 1.jpg Grindar rótisserí.jpg Grindar rótisserí 2.jpg Grindar rótisserí 3.jpg

Grindar rótisserí 4.jpg

Nú er bara að halda áfram mála grindina og svo fara hjólin undir.
 
Bronco verkefni dagsins var að sækja Hartop Flexi svart lakk á grindina.
Því næst sauð ég aðeins í afturgólfið en ég fann tæringu undi gólfbitanum bílstjórameginn.
Hann hafði fyllst af drullu og lokast á smá kafla.
Því næst hóf ég endurgerð á aftur horninu farþegameginn.

Myndirnar tala sýnu máli

Lakkið
Hartop Flexi.jpg

Viðgerð á gólfi tókst vel
Gólf afturí 2.jpg Gólf afturí 1.jpg

Þetta kemur ekki til með að sjást mikið.
Gólf afturí.jpg

Gott að eiga mikið úrval af krafttöngum 💪😅
Afturhorn farþegameginn.jpg Afturhorn farþegameginn 1.jpg

Hornið leit merkilega vel út miðað við allt.
Ég held að þetta lukkist bara jafnvel nokkuð vel.
 
Glíman við afturhornið hélt áfram í dag.
Ég held að þetta sé rétta leiðin til að smíða þau. Byrja með tvær hliðar og spengja svo á milli.

Tyllti hliðunum og fann samskeytin á milli þeirra og sauð þau saman.
Afturhorn.jpg

Hliðarnar komnar og svo lagði ég milli þykkt blað framan á og teiknaði útlínur innan frá.
Svo var bótin klippt út og fest ofan frá og niður rólega.
Afturhorn 1.jpg Afturhorn 2.jpg

Hér er byrjað að sjóða.
Ég sýð sauminn innan frá fyrir hreinna útlit að utan.
Sjálfborandi skrúfur halda hornunum en flipi að innanverðu nær aðeins upp.
Svo punkta ég gegnum götin.
Afturhorn 3.jpgAfturhorn 4.jpg

Síðasta verkið var að henda léttri umferð yfir sauma af stál sparsli.
Afturhorn 6.jpg

Svo er bara að herða upp hugan fyrir næsta horn :)
 
Síðast breytt:
Það var haldið áfram í dag og hornið bílstjóra megin tekið.

Ég nota mikið málningar límband þegar ég er að skera ávala hluti eða slétta.
Mér finnst ég hafa betri sýn á skurðinum og stefnu rokksins
Skurður með límbandi.jpg

Ég þurfti ekki að fara eins djúpt í þetta horn eins og hitt.
Hér byrjaði ég öðru megin og vann svo smærri bót hinumegin frá.
Bílstjórahorn 1.jpg Bílstjórahorn 2.jpg

Allt að smella. Skarphéðin félagi minn kom í gær með réttingar hamra og littla steðja sem gögnuðust
frábærlega við að móta þetta saman.
Bílstjórahorn 3.jpg Bílstjórahorn.jpg

Línurnar verða að vera þokkalegar
Bílstjórahorn 4.jpg

Farþega hornið aðeins að lagast en hér nota ég "Car System STEEL Stálspartl" frá Málningarvörum.
Þetta efni hefur gífurlega hörku og bindingu við hreint járn.

Þetta segir í lýsingunni

"Til að fylla kanta, vængjaflansa og samskeyti, svo og til viðgerða á tankstoðum og hurðarköntum.

EIGINLEIKAR
Spartl með mjög mikilli hörku. Hentar fyrir sérstakar viðgerðir"
Farþega horn.jpg Farþegahorn 3.jpg


Það þurfti nokkurn tíma til að venjast þessu spartli en ég er svo sem ekki vanur spartl vinnu og frekar kvíðin fyrir framhaldinu
Ég er bara nokkuð sáttur við þessi horn. Þau eru ekki fullkominn en vonandi duga þau lengi.
Það er líka von mín að mér hefnist ekki fyrir að hafa ekki skipt öllu út en það má þá alltaf gera það síðar á lífsleiðinni.
 
Síðast breytt:
Ég snéri mér að bodýfestingu að aftan í dag. Hún er í aftasta bitanum.
Það var auðsýnileg tæding í hliðum og plötu að ofan svo ég skar hana upp.

Hér sést aðeins tæringin í hliðum.
Bodýfesting að aftan ryð.jpg Bodýfesting að aftan ryðguð.jpg


Hér er ég búinn að sandblása svæðið og skera burt eitthvað af ryði
Bodýfesting að aftan sandblásinn.jpg

Plöturnar sem ég nota eru 2mm þykkar. Örlitið þykkari en original
Bodýfesting að aftan stykki.jpg

Þetta er hugmyndin
Bodýfesting að aftan hugsuð.jpg
Hér er allt grunnað að innan með Jodamastic
Bodýfesting að aftan grunnuð.jpg

Á morgun síð ég toppinn á.
Spurningi er ætti ég að skera hina upp líka hún lítur reyndar bara vel út?
 
Smá áframhald í dag.
Ég kláraði bodýfestinuna að aftan. Svo var farið í að hreinsa bitan að innan og utan.
Hann virkar mjög heill.

Festingin grunnuð og klár.
Viðgerða stykkið grunnað.jpg

Bitin hreinsaður að innan
Aftasti bitinn hreinsaður Innan 1.jpg Aftasti bitinn hreinsaður Innan.jpg

Svo var hann tekinn að utan
Aftasti bitinn hreinsaður.jpg

Jodamstic mæli ég með þessum mæli skeiðum til að geta blandað bara lítið magn en í réttum hlutföllum:
Jodamastic mæliskeiðar.jpg Jodamastic mæliskeiðar 1.jpg Jodamastic mæliskeiðar 2.jpg

Höldum áfram á morgun :)
 
Stuttur Bronco dagur. Ég ákvað að skera hina bodý festinguna upp að aftan og kíkja í hana.
Ég er feginn því hún var full af gumsi sem hefði blotnað og tært út frá sér.
En hún var þó í góðu ástandi og var hreinsuð að innan og grunnuð.

Svona leit þetta út
Aftasti bitinn hin bodý festingin 1.jpg Aftasti bitinn hin bodý festingin 2.jpg

Eftir létta hreinsun var hún svona
Hún var svo hreinsuð með vír að innan og grunnuð með Jodamastic
Aftasti bitinn hin bodý festingin.jpg

Ég sneri mér því næst að samskeytum sem voru útþaninn og tæring byrjuð.
Þarna skar ég tærðabitan af og sandblés svo allt og grunnaði með Joda.
Samskeyti við aftasta bitan.jpg

Ég síð svo flipa á þetta og geri fallegt. Það þarf líkast til að kíkja á fleiri svona samskeyti.
En nú styttist í að Bodýið sé full klárt, fyrir utan hjólkálarnar að aftan.
Þær eru eftir.
 
Ekki mikið sem gerðist í dag en þó grunnaði ég undir mælaborðinu, hvalbakinn að innan

Svart Jodamastic. Ég var smá tíma að finna út úr þessu enda ekki sprautað í 25 til 30 ár sjálfsagt
Jodamastic grunnur undir mælaborðið.jpg

Ég á aðeins eftir að vinna neðst við skilin slípa þá aðeins upp og grunna aftur.
En það er búið að ákveða lit á gripinn en hann verður ekki svartur.
Jodamastic grunnur undir mælaborðið 2.jpg


Þetta er nóg til þess að ég get kíttað sauma þarna undir og gengið frá þeim málum.
Svo set ég aðra umferð yfir. Gaman að sjá smá lit
 
Til baka
Top Bottom