Uppgerðarverkefnið tók nýja stefnu í dag þegar ég byrjaði á grindinni.
Þetta var langur dagur frá morgni til kvölds sirka 8 tímar.
Ég fékk parta í síðustu sendingu sem ég hafði hugsað í þennan bíl og Augnablikk eru ekki tilbúnir með body partana sem mig vantar svo það var ekki eftir neinu að bíða.
Ég byrjaði á því að skera gamlar festingar af, bæði gormaskálar og fjaðrahengsli
Svo tók við drjúgur tími í hreinsun, því næst sprautaði ég undirsuðugrunn á það sem þurfti að mála.
Því næst mældi ég út fyrir nýjum afturhengslum og mátaði nýju fjaðrirnar með 3.5" lyfti
Þetta leit vel út. Ég færði fjaðrirnar aftur um sirka 6sm.
Einnig hafði ég keypt Super Shackles, fjaðra hengsli sem eiga að hleypa lengra.
Þá var bara að steikja fast
Það gekk að sjálfsögðu vel enda öll undirvinnan flott.
Svo var að mæla fyrir Nýjum gormaskálum að framan.
Ég hafði sett málaralímband á grindina og miðjusett allt áður en ég skar gömlu af svo þetta var leikur einn líka
Svona lýtur sú nýja út. Rétt stillt upp á millimeter, og búið að punkta fast.