• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

V8 289 cid og 302 cid Ford. Windsor ættin

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
V8 289 cid og 302 cid Í grunnin eru 289 og 302 sama vélin og flestir parta ganga meira minna á milli þeirra svo sem hedd,millihedd, pústgreinar og fleira.
Munurinn liggur í slaglengd. 289 er með 2,87 tommu slaglengd en 302 er með 3.00 tommu slaglengd. Báðar vélar hafa 4.00 tommu stimpla.
Þannig að ef snúnings hlutar 302 vélar yrðu færður yfir í 289 blokk fengir þú 302 cid.

Windsor ættin samanstendur af þessum vélum:
221 cu in (3.6 L)
255 cu in (4.2 L)
260 cu in (4.3 L)
289 cu in (4.7 L)
302 cu in (4.9 L)
351w cu in (5.8 L)






Helstu herslu tölur:

Höfuðlegu boltar 60-70 ft.-lbs.
Stimpilstangarboltar 22-25 ft.-lbs. (40-45 ft.-lbs. for 289TP and Boss 302)
Heddboltar 65-72 ft.-lbs.
Rocker armar 17-23 ft.-lbs.
Milliheddsboltar 23-25 ft.-lbs.
Olíudælu boltar 23-28 ft.-lbs.
Knastásboltar 40-45 ft.-lbs.
Knastás plötuboltar 8-10 ft.-lbs.
Sveifarás dempari 70-90 ft.-lbs.
Startkrans eða flexplata 75-85 ft.-lbs.
Kúplings pressa 35 ft.-lbs.
Tímakeðjuhús 12-15 ft.-lbs.
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top