• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Að skipta yfir í vökvastýr!

Fróði

Nýlega skráður
Eitt af því sem margir Bronco eigendur leyfa sér er að skipta yfir í vökvastýri, ef að Broncoinn þeirra kom ekki með því.
Það verður fljót þreytandi að snú stýrishjólinu, sérstaklega ef bíllinn er kominn á stærri dekk. Og þar sem vökvastýri er lúxus vara er verðlagið hátt erlendis.

En hér eru nokkrar uppástungur sem gætu gagnast.

Ef þú ert svo heppinn að finna vökvastýri úr Ford Bronco er þetta auðveldasta leiðin. Á íslandi ætti það ekki að vera svo erfitt en þó er margir bílar farnir undir græna torfu.
Annars eru margir erlendir söluaðilar sem selja tilbúna pakka fyrir þig.

Önnur leið er að nota vökvastýri úr 1978 eða 1979 Ford 4x4, einnig er hægt að nýta vökvastýrismaskínur frá því snemma á 80. áratugnum úr Ford 2wd og skipta svo um innvolsið. Þessi valkostur krefst þess að þú endurborir eitt/kannski tvö festingargöt. Það er frekar einfalt að skipta um innvolsið og leiðbeiningar má finna víða. Vandamálið er aðallega að finna rétta maskínu.

Þriðji valkosturinn er að nota Ford 2wd maskínu frá miðjum sjöunda áratugnum.

Scout stýrismaskínur hafa verið notaðar af mörgum. Hér þarf þó líka að skipta um innvols vegna þess að þær snúast rangsælis miðað við Bronco en, þær eru festast utan á grindina eins og Bronco maskínur en eru vandfundnar og jafnvel vandfundnari hér en erlendis.

Maður þorir varla að nefna þetta en jú. Toyotur snemma á áttunda áratug gætu verið með gagnlega maskínu. Einhverjir hafa skrifað greinar um þetta á netið. En já svarið er að nota má bæði Toyota maskínur og jafnvel sumar Nissan maskínur. hér þarf þó að lengja stýris arm en hann er original styttri á þessum bílum en Bronco sem þýðir að þær ná ekki fullum beygju radíus.

1999 til 2004 Jeep Grand Cherokee delphi maskínur eru svo en einn vænn kostur, Mjög svipaðar original Ford Bronco en eitt auka gat þarf að bora í grind. Auk þess sem stýrisöxullinn inn í maskínuna er DD með tvo flata kanta svo hér þarf að tækla eitthvað breyti stykki.

Þessi samantekt á nothæfum stýrismaskínum er einfaldlega til að koma ykkur á sporið og aðstoða ykkur við eigið val.
Gangi ykkur vel.

Ef þið hafið reynslusögur eða aðrar uppástungur endilega látið þær flakka ;)
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top