1000 Bíla múrinn er rofinn. Alls eru nú skráðir í gagnagrunn okkar 1008 Ford Bronco bílar af árgerðum 1966 til 1977. Það er sorglegt að flestir þessara bíla sé farnir yfir móðuna miklu, en þó sýnist okkur víða leynast molar og vonandi allir í góðum höndum. Margt hefur breyst frá aldamótum. Búinn er sú tíð þegar við versluðum hvað mest við Jeppapartasölu Þórðar og gerðum upp með notuðum hlutum sem enginn vissi ástandiðá. Nú er auðvelt að fá aðföng í þessa bíla erlendis frá. Allt er til frá minnstu skrúfum upp í heil body. Sendingar taka aðeins örfáa daga og hægt er að uppfæra í rólegheitum ef menn vilja.
Bronco söfnunar verkefnið óx þurfti að stækka og breyta vefnum. Nú ásamt skráningarkerfinu er komið myndagallerí. Það inniheldur í dag yfir 1600 myndir og þeim fjölgar dag frá deigi. Myndagalleríið er opið öllum skráðum notendum. Vonin er sú að notendur hjálpi okkur að stækka vefinn og bera kennsl á fleiri Bronco bíla.
Myndir.... Fjölmargir bílar í Bronco-grunninum eiga ekki mynd af sér, því er þörf á fleiri myndum bæði við bíla sem þegar eru skráði og eins við bíla sem á eftir að skrá. Allar myndir eru aðgengilegar notendum.
Bronco söfnunar verkefnið óx þurfti að stækka og breyta vefnum. Nú ásamt skráningarkerfinu er komið myndagallerí. Það inniheldur í dag yfir 1600 myndir og þeim fjölgar dag frá deigi. Myndagalleríið er opið öllum skráðum notendum. Vonin er sú að notendur hjálpi okkur að stækka vefinn og bera kennsl á fleiri Bronco bíla.
Myndir.... Fjölmargir bílar í Bronco-grunninum eiga ekki mynd af sér, því er þörf á fleiri myndum bæði við bíla sem þegar eru skráði og eins við bíla sem á eftir að skrá. Allar myndir eru aðgengilegar notendum.
Að lokum viljum við færa öllu Bronco áhugafólki og þeim sem hafa sent okkur myndir eða aðstoð á einhvern hátt,
kærar þakkir og óskum ykkur gleðilegarar hátíðar
kærar þakkir og óskum ykkur gleðilegarar hátíðar
Síðast breytt af umsjónarmanni: