• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Skemmtileg efni

Nýtt í uppgerð

  • Bílskúrinn: Hlutur Bílskúrinn: Hlutur
Svör
95
Áhorfi

Skemmtilegar Bronco fréttir

Mikilvægar upplýsingar finnast!

Guðlaugur Árnason eða @Gulli eins og flestir þekkja hann fór í fríðu föruneyti, niður á Þjóðskjalasafn.
Þar duttu þeir í lukku pottinn þegar þeim voru færðar fjölmörg fyrstu kynslóðar skráningarskírteini sem höfðu að geyma nöfn eiganda og fyrri númer sem okkur voru ekki kunn.
Þetta gerir okkur kleift, þegar búið er að færa allt inn. Að finna bíla og staðsetja út frá fleiri eigendum og númerum. Í sumum þessara skírteina er líka talað um undir módel, þá Renegade til dæmis.

Smellið á mynd til að stækka
Dæmi um handskrifað skírteiniÖll eldri vottorð eru handskrifuð og sum virðast tákna númeraskipti eingöngu. Þar sem ekki eru teknar fram miklar upplýsingar um bílinn, ekkert framleiðslunúmer eða annað.
Eins og gefur að skilja getur reynst erfitt að skilja handskrift sem jafnvel er farinn að dafna og er mismunandi frá manni til mans.
Þarna er mest af upplýsingum um 1966 til 1969 bíla en svo líka suma yngri.

66 til 71 eru þær árgerðir sem okkur skorti hvað mestar upplýsingar um vegna vanskráningar umferðarstofu á sínum tíma þegar handskrifaðakerfið var fært í stafrænt form.
Það er nokkuð víst að eftir þessa yfirferð verða færri göt í grunni okkar, en þó verða alltaf einhverjar holur og gallar.

Gaman er að sjá hversu vel gagnagrunnur okkar stendur sig en við þurfum stundum ekki nema 5 stafi úr framleiðslunúmeri til að finna bíl eða númer.
Nú eða nafn eins eiganda sem stemmir, eða númer bíls.

Þarna duttum við heldur betur í lukku pottinn en betur má ef gera skal og nú þurfum við fleiri myndir af Bronco bílum alls staðar að af landinu og auðvitað upplýsingar.

Jólasveinninn keyrir um á Klassískum Bronco

Okkur var bent á þetta skemmtilega myndband. Látum það flakka þó jólin séu búinn ;)

Marti Report!

Marti report hvað er það?
Ég hef keypt þetta ásamt Delux skýrslu frá https://www.martiauto.com/martireports.cfm

Skýrslan segir nákvæmlega hvernig bíllinn var framleiddur.
Það er litur, módel og sérkenni. Mjög eigulegt skjal. Skjalið er sent sem .pdf og hægt að prenta út strax. Merkin koma í pósti.

3 gerðir af skýrslum eru í boði
Elite = 300$ (Mjög mikið í þessari en réttlætir ekki verðið)
Delux = 55$ (mæli með þessari)
Standard = 20$ (þessi inniheldur of lítið)

Á vef Marti er líka hægt að kaupa ál merki fyrir bíl, vél, drif og fleira.
En þar er líka hægt að kaupa eftirprentun af original límmiðum sem koma á hurðastöfum til dæmis.

Það er auðvelt að panta merkin fyrir 1967 til 1977 Bronco eð eina sem þú þarft er að vita verksmiðjunúmerið. Þeir vita rest.

Það er erfiðara að panta fyrir 1966 bílinn en þá þarft þú að gefa allar upplýsingar upp sjálfur. Drif, lit, bodý og þess háttar.
En það er hægt.

1966 kom verksmiðju platan á þilinu við handbremsupetalann en í öðrum árgerðum kom hún innan á hanskahólfshurðinni.
Vonandi gagnast þetta sem flestum
👍


Sjá skjáskot af Delux skýrslu og nýtt merki fyrir 1976 Bronco ( smellið til að stækka )
Marti 2.jpg Marti.jpg

Lager hreinsun lokaútsala!

1736988117447.png
Rock Auto - margvíslegir varahlutir í 1979 Ford Brongo og 1976 Ford Bronco á lokaútsölu!!Í nýjasta fréttabréfi Rockauto má meðal annars finna lista yfir varahluti á lokaútsölu í 1979 og 1976 Ford Bronco .

Endilega skoðið þetta og gerið góð kaup 💪
Það þarf varla að taka fram að margt af þessu passar í margar árgerðir.
Endilega spyrjið hér á vefnum ef þið eruð í vafa.

1976 smellið hér
1979 smellið hér

Ford Bronco bodý sjást á lægra verði en áður!

Steven Venette auglýsir ný Ford Bronco bodý sem eru smíðuð og samsett í kína lægra verði en áður hefur sést eða aðeins 13.000$ eða 1.840.000 samkvæmt gengi dagsins.
Bodýin er hægt að fá bæði máluð með lakki og dýft í lakk. Málað er um 1000$ dýrara.
Þetta gæti verið um 2.5milj með sköttum og sendingu til Íslands

Hér fylgir texti óþýddur:
$13,000 fully Painted complete Early Bronco Tubs with Hardtops are going fast at Andy’s Beach Trucks 4x4 in Surfside Beach South Carolina. Several colors to choose from . 51 days on average from overseas. These import 18 gauge steel bodies are for the value minded customers that don’t want long wait times in body shops . You don’t have to blast , primer or paint . The bodies line up, this company has been building Fj cruiser, defender bodies for a long time. The Bronco market was to hard to pass up. Contact me for your body swap that’s available at our South Carolina shop. We can finish off with new wiring harness , brakes ,gear swaps , engine , whatever resto you need for additional charges . Bring your rolling chassis . We are booking out on these already with Chinese New Year approaching .

Gallerí: myndaspjall

Tölfræði spjallborðs

Þræðir
2,182
Umræður
2,493
Félagar
231
Nýjasti meðlimurinn
Jakob
Til baka
Top Bottom