• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Skemmtilegar Bronco fréttir

Miklar uppfærslur!

Unnið hefur verið að því hörðum höndum að færa inn nýjar upplýsingar sem @Gulli komst yfir á Þjóðskjalasafni Íslands.
Nú er búið að uppfæra 218 bíla með eigendasögu, skráningarnúmerum, dagsetningum og jafnvel upprunalegum lit. Allt frá fyrstu tíð.
Verkið er langt frá því að vera einfalt. Leita þarf í handskrifuðum upplýsingum, jafnvel með tengiskrift eftir samsetningum sem passa örugglega.
Helst er að finna verksmiðjunúmer en allt sem staðfestir að um sama bíl sé að ræða eikur nákvæmni. Þá gilda litir, fyrsti skráningardagur ef hann er til staðar og svo steðja númer.

Það er einkar ánægjulegt að segja frá því að gagnagrunnur Bronco.is yfir eldri Bronco bílar er orðin mun betri en þau gögn sem fást hjá Samgöngustofu.
Lesa tengd frétt :

Hér sést fyrstanúmer bifreiðar. Hægt var að vinna út frá verksmiðjunúmeri
Oft er erfit að lesa skriftir og stundum þarf að rýna vel.
Hér sést að fyrsta númer er R4268 og fyrsti eigandi.

Hittingur 15.júlí

Skemmtilegur hittingur var þriðjudaginn 15.júlí 2025. Ólafur Sæmundsson tók af skarið og ákvað stað og stund.
Fjölbrautar skóli Garðabæjar varð fyrir valinu kl: 19:30 að kveldi. Mæting var góð og veðrið líka.

Þeir sem mættu voru:
Albert Sveinsson á Godzilla (G767)
Axel Heiðar Guðmundsson á G4011
Ásgeir Sæmundsson á Forna
BB Kristinsson á FI024
Einar Víglundur Kristjánsson á JL568
Guðmundur Þórður Guðmundsson á R9040
Hrafn Stefánsson á U567
Ólafur Sæmundsson á Afa töff B1974

Frábært að sjá að Bronco flotinn okkar fer stækkandi og batnandi 🙏

Sjá myndir:


Myndbönd:







Bíladella á Selfossi 2025

Fjórir folar gerðu sér leið á Bíladellu á Selfossi 05.júlí 2025

Við 2 sem ókum frá Reykjavík hittumst við Olís í Norðlingaholti og ókum í samfloti austur.
Veðrið var með ágætum, skýað en engin rigning en létti til þegar leið á daginn. Fjöldi bíla mætti allstaðar að.

Eftirtaldir mættu á þennan viðburð:
Ásgeir Sæmundsson á Forna
Ólafur Sæmundsson á Afa töff ( B1974 )
Kári Hafsteinsson á AR182
Halldór Benjamínsson á H73
Eitthvað sást Einar Víglundur Kristjánsson á JL568 en hann náðist ekki á mynd.


Lager útsala hjá RockAuto

Screenshot_20250424_114535_Gmail.jpgÞessa daga auglýsir RockAuto lager útsölur fyrir 1976 og 1979 Ford Bronco.
Ætla má að margir af þessum hlutum passi líka í aðrar árgerðir. Þarna má finna mikið af smáhlutum svo sem bremsuhluti margskonar en líka öxla og bremsudiska.

Smellið hér fyrir 1976
Smellið hér fyrir 1979

1969 Ford Bronco á $5,700 í USA

Jimmy Golden Auglýsti í dag þennan 1969 Ford Bronco.
Honum fylgir skráning, grindin er sögð góð og boddý viðgerðarhæft.

Þetta færðu þú fyrir 750.000 íslenskar í Bandaríkjunum.
0.jpg

1.jpg 2.jpg 3.jpg

4.jpg 5.jpg

Gallerí: myndaspjall

Tölfræði spjallborðs

Þræðir
2,190
Umræður
2,512
Félagar
241
Nýjasti meðlimurinn
Gudmundur Gudmundsson
Til baka
Top Bottom