• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
  Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
  ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Hvernig á að leita eftir númerum?

Fróði

Member
Vefurinn inniheldur fullkomna leitarvél sem er fær um að leita á margvíslegan hátt.

 1. Leita eftir gömlu bílnúmeri:
  Þegar leitað er eftir gömlum númerum (steðjanúmerum) skall alltaf slá inn númerið sem eina heild til dæmis: "R45815" eða "R1100"
  Engar niðurstöður er að finna ef númerið er með línubili á milli bókstafs og talna. Til dæmis: "R 45815" eða "R 1100 "

 2. Leita eftir Fastnúmeri:
  Fastnúmeri eru leitanleg bæði sem "ED624" og "ED-624"
  Engar niðurstöður er að finna ef númerið er með línubili á milli bókstafs og talna. Til dæmis "ED 624"

 3. Leitað í Gagnagrunn: ( Þeir einir geta leitað í gagnagrunni Bronco.is sem hafa til þess sérstakt leyfi. )
  Hægt er að biðja stjórnendur um að leita eða að fá gögn.
  Í gagnarunni er hægt að leita eftir nöfnum eigenda, bílnúmerum, verksmiðjunúmerum og lit og fleiru

  3.1:.. Nöfn eigenda: Ekki er sama hvernig leitað er hér.
  Ef leitað væri eftir "Sigfús Karl Erlingsson" mundi sú leit skila öðrum eða engum niðurstöðum ef skráðnafn Samgöngustofu væri "Sigfús K. Erlingsson".
  Hér mundi fleiri niðurstöður finnast ef legið væri inn "Sigfús Erlingsson" og millinafni sleppt. Allur gangur var á skráningu millinafna hjá Samgöngustofu.
  Eins er vert að benda á að gott getur verið að slá inn sérstök nöfn eða fátíð. Til dæmis "Bergur Mekkinó Jónsson" hér væri einfaldast að leita eftir "Mekkinó" eingöngu.

  3.2:.. Gömul bílnúmer (Steðjanúmer): Saga eldri bílnúmer á Íslandi er flókin bílar báru flestir mörg steðjnúmer og algengt var að þau gengu kaupum og sölum styttri númer voru mjög vinsæl og dæmi eru um að höfð hafi verið nafnaskipti á bílum augnablik til að nýi eigandinn gæti fengið númerið. Að því lokknu var bíllinn færður aftur til baka á fyrri eiganda en nú á nýju númeri. Annað sem vert er að taka fram að mikið vantar af upplýsingum um númer og þá sérstaklega eldri bíla og fyrri ár. Sumir bílar af 1966 árgerð hafa jafnvel enga skráningarsögu fyrir 197x. Eins ef bílar letu í tjóni eða þeim var lagt og númer lögð inn hefst númeraferill viðkomandi tækis þann dag sem það var aftur sett í umferð. Alltaf skal leita eftir númeri sem heild án línubils

  3.3:.. Verksmiðjunúmer: Hægt er leit eftir framleiðslunúmerum (VIN) Til dæmis: "U15TLT42070" Hér væri hægt að leita líka eftir, til dæmis "T42070" eða hluta númers og þá hvaða hlutar sem er. Aldrei skal vera línubil í leitarstreng. Það er eins og með annað í skráningu þessara bíla að of var illa staðið að skráningu og númer eru sum hver aðeins skráð að hluta, hreinlega röng eða með vitlausa upphafsstafi. Öll Bronco framleiðslunúmer byrja á "U" Þá er U13 = Rodster, U14=Pickup og U15=Heill toppur. Nánar má lesa um Framleiðslunúmer hér


 4. Merkjaleit: Merki eru stikk orð sem hægt er að festa við myndir og þræði til að tilgreina sérkenni. Við notum merki til að tilgreina séreiginleika bíla. Þannig má kalla fram alla bíla eins og hér er gert með tenglum, sem eru á 40" dekkjum eða bíla með spilstuðara
  Öll merki má sjá hér í merkjaleitarvél okkar.
  Merkjaleit Bronco.is er í stöðugri vinnslu og sífelt er verið að bæta merkjum við myndir og bæta við myndum
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top