• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Hækkun á body eða fjöðrum!

Fróði

Nýlega skráður
Þetta er algenga spurning hér munum við fara yfir grunnatriðin á bak við tvær algengar aðferðir til að lyfta ökutækjum til að koma undir þau stærri dekkjum. (Sömu meginreglur gilda venjulega um hvaða ökutæki sem er) Til að byrja með þurfum við að fara yfir ástæðurnar á bak við lyftingu, lýsa síðan hver tegund er og að lokum fara yfir kosti og galla hvers og eins.

Til að svara þessu er notast við eftirfarandi hugtök:

- Þyngdarpunktur: er sá punktur þar sem velta bíls verður. Annað hvort þegar hann nær ákveðnu horni eða þegar ytri kröftum er beitt. Eins og G-kraftur í beygjum. Því lægri sem þyngdarpunktur er, því minni er viðkvæmni fyrir veltu.​
- Aðkomuhorn: Ef við komum keyrandi að brekku. Botn hornsins er samsíða jörðu. Efst er lína dregin á milli fram stuðarans og framdekksins. Því stærra sem þetta horn er því brattari nálgun er möguleg.​
- Fráfararhorn: Hér á það sama við og með aðkomuhorn, nema um aftur endann er að ræða.​
- Hæð undir millikassa: Þegar verið er að klöngrast upp úr lækjum og ám eða yfir skafla er þetta sú hæð sem næst undir millikassa. Drögum þríhyrning milli innanverðra dekkja upp í lægsta punk fyrir miðju.​


Hvers vegna? Þetta er fyrsta spurningin sem einhver sem íhugar lyftu ætti að spyrja sjálfan sig. Það eru nokkrar ástæður en tvær helstu eru fyrir „Cool“ stuðulinn og fyrir auka rými utan vega. „Cool“ þátturinn er nokkuð augljós. Margir hækka bíla bara útlitsins vegna. Auka rými þarfnast frekari skýringar, því það er aðalástæða okkar sem fara út fyrir vegi og upp á fjöll. Við þurfum þessar hækkanir til að geta sett hærri dekk og aukið veghæð. Ein leið er að klippa úr body bíla og með þessari aðferð helst þyngdarpunktur neðar. Þyngdarpunktur tækja er stórt atriði og ætti ávalt að vera eins neðarlega og kostur er.

Áður en við hældum lengra er vissara fyrir ykkur að kynna ykkur reglur um aksturshæð tækja, hæð stuðara og reglur um undirakstursvarnir.

Nú þegar við höfum skoðað það getum við haldið áfram.

Hækkun á body er sjálfsagt minna tæknilegar, en þú ekki endilega auðveldari í uppsetningu. Þessi hækkun samstendur af kubbum sem settir eru milli grindar og bodys til þessa að auka bil frá fjaðrandi hlutum og gera pláss fyrir stærri dekk. Stundum þegar svona pakkar eru keyptir erlendis frá fylgja einhverjir hlutir með. En yfirleitt fylgja ekki hlutir eins og stýrisframlengingar, slöngur í eldsneytistank, lengdir handbremsubarkar og fleira sem yfirleitt er þörf á. Allt sem tengist frá Body að grind þarf mögulega að lengja.​
Hækkun á fjöðrum felur í sér að lyfta grind og body hærra frá hásingum með því að lengja gorma og bæta í eða fá sveigðari fjaðrir. Þessi aðferð hækkunar er tæknilegri en body hækkun vegna þess að hún hefur bein áhrif á aksturseiginleika bílsins. Þegar þú hefur lyft bílnum breytist afstaða stýriskerfis og grindar. Auk þess breytast fjaðrandi aksturseiginleikar bílsins. Vegna þessa þarf að huga betur að þessum breytingum. Meira um þetta hér!

Við höfum nú farið yfir grunn hugmyndir mill þessara tveggja leiða, svo nú getum við snúið okkur að kostum og göllum þessara aðferða.

Body hækkun:

Kostir:

Leyfir stór dekk, fyrir meiri veghæð​
Uppsetning ekki svo flókin​
Lægri þyngdarpunktur​
Meira pláss frá grind að body (getur verið heppilegt þegar skip er í aðrar vélar og skiptingar)​
Gefur auka pláss fyrri stærri eldsneytistanka hærra upp í grind.​

Gallar:
Hærri þyngdarpunktur umfram óbreytta bíla​
Aukið álag á body festingar​
Hækkun á vatnskassa getur leitt til vandamála​
Leiðinda bil myndast milli bodys og grindar. Sumum finnst það ómögulegt​
Minna aðkomuhorn og fráfararhorn, miðað við hækkun á fjöðrum​

Hækkun á fjöðrum:

Kostir:

Leyfir stór dekk, fyrir meiri veghæð​
Betra aðkomuhorn og fráfararhorn, aðkoma að hærri börðum, og eða niður bakka​
Meiri hæð undir millikassa​
Möguleikar á að fínstilla fjöðrun bílsins og fá lengri fjöðrun​

Gallar:
Hærri þyngdarpunktur með hækkun vélar, grindar og bodys​
Tæknilega flóknara​
Getur leitt til stýris og driflínu vandræða​


Í hnotskurn: Body hækkun hækkar bara body sem hjálpar við að halda þyngdarpunkti neðar. Fjaðrahækkun bætir aðkomu og fráfararhorn, auk þess að bæta hæð undir millikassa. Báðar aðferðir gera þér kleift að setja stærri dekk og fá meiri veghæð. Ef þú kýst að framkvæma báðar aðferðir færð þú kosti og galla beggja.

Það er ágætt að taka fram að við hækkanir ökutækja aukast möguleikar á veltum. Þetta er mögulegt að minka með breikkun hásinga og dekkja. Þá ber að taka fram að reglur eru um yfirbyggingu og skermun hjóla. Brettakantar þurfa að nú út fyrir munstur dekkja og kasthorn að hjólhlíf rétt. Lesið reglur hér!
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top