Fróði
Félagi
Í grunn atriðum veldur upphækun á fjöðrum lengingu á milli drifhásinga og grindar. Sem gerir það svo aftur að verkum að meira rúm er fyrir stærri dekk, hreyfingu þeirra og veghæð.
Til að skilja grunnatriði fjöðrunar hækkunar, þurfum við að skoða alla hluta sem tengjast. Við þurfum að skoða hvernig hásingar eru tengdir grindinni og hvað við getum gert til að auka fjarlægðina á milli grindar og hásinga. Hér er dæmi um Ford Bronco bíla frá 1966 til 1977
Framfjöðrun
Original tengist framhásingin gegnum nokkra pukta.
- Stífur
- Gormar
- Skástífa
- Stýrisarmur
- Demparar
- Drifskaft
Stífur eru festar í grind aftan við framhásingu, og utan um hásinguna með C-fóðringum og C- klossum
Gormar eru festir við gormaskál sem skrúfuð er ofan í Stýfurnar.
Þverstífan festist farþegameginn í hásinguna og bílstjóra megin í grindina.
Stýrisarmurinn festist við togstöng að neðan og gegnum stýrismaskínu í gegnum drag lið upp í ökumanshús.
Demparar festast í stífur og upp í grind.
Fremri driflína tengir framhásingu frá pinion og upp í millikassa gegnum drifskaftið.
Aftur fjöðrun
Það eru mun færri hlutir sem tengjast að aftan.
- Fjaðrir
- Demparar
- Drifskaft
Fjaðrir festast á einum punkti við hásinguna og á tveimur punktum við grindina sitt hvoru megin.
Demparar festast í hásingu og upp í grind sitthvorum megin.
Drifskaftið festist við pinion og upp í millikassa.
Til að tækla þessar breytingar, þarf að sinna þessum atriðum.
Gormar - Þeir eru fáanlegir með stigvaxandi fjöðrun (Progressive) sem og með jafnri fjöðrun. Gormar eru í nokkrum stöðluðum stærðum eftir hækkun tækis.
Stífur- Í dag eru framleiddar af eftirmarkaðs fyrirtækjum lengri stífur en original. Þær hjálpa mikið við fjöðrun og hægt er að nota þær frá original hæð, allt upp í miklar upphækkanir. Hér þarf að fylgjast með C-fóðringum sem eru á milli hásingar og stífna. C- fóðringar er hægt að fá í dag í nokkrum gráðum, til að stilla betur af halla stífna miðað við grind.
Þverstífa - Nokkrar leiðir eru til að minka halla þverstífu, sem verður við upphækkun. Bæði er hægt að hækka festingu á hásingu og það sem vinsælt er að lækka turn á grind, sem þó getur aukið grindarálag mikið. Ásamt því að setja stillanlega þverstífu til að leiðrétta stöðu hásingar undir bílnum. Þörf er á stillanlegri stífu við róttækar hækkanir.
Stýrisarmur - Original stýrisarmur er fínn í 5sm hækkun. Eftir það er sveigður stýrisarmur álitlegur kostur. Sveigðir armar geta aukið álag á grind.
Demparar - Hér þurfa demparar að lengjast í takt við hækkun. En venjulegir demparar geta dugað ef hækkun er mjög lítil 2 til 4 sm.
Fjaðrir - Hækkun er hægt að fá með því að bæta löðum í fjaðrirnar, nú eða með því að setja klossa undir fjaðrirnar. Betri kostur er að skifta út fjöðrum fyrir nýrri og sveigðari fjaðrir sem nú er hægt að fá með stigvaxandi fjöðrun í mörgum stærðum.
Drifsköft - Þegar bil á milli millikassa og hásingar eykst þarf að huga að lengingu drifskafta. Hægt er að fá sverari sköft og með lengri drag liðum sem halda tengingu ef mikillar fjöðrunar er þörf.
Nú er fjöldi samsettra fjöðrunar pakka til hjá mörgum söluaðilum, auka fjölda stillinga til að henta hverjum og einum.
Gangi þér vel við hækkun og vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Ef þú hefur reynslusögur eða einhverju við þetta að bæta endilega bættu því við hér að neðan.
Til að skilja grunnatriði fjöðrunar hækkunar, þurfum við að skoða alla hluta sem tengjast. Við þurfum að skoða hvernig hásingar eru tengdir grindinni og hvað við getum gert til að auka fjarlægðina á milli grindar og hásinga. Hér er dæmi um Ford Bronco bíla frá 1966 til 1977
Framfjöðrun
Original tengist framhásingin gegnum nokkra pukta.
- Stífur
- Gormar
- Skástífa
- Stýrisarmur
- Demparar
- Drifskaft
Stífur eru festar í grind aftan við framhásingu, og utan um hásinguna með C-fóðringum og C- klossum
Gormar eru festir við gormaskál sem skrúfuð er ofan í Stýfurnar.
Þverstífan festist farþegameginn í hásinguna og bílstjóra megin í grindina.
Stýrisarmurinn festist við togstöng að neðan og gegnum stýrismaskínu í gegnum drag lið upp í ökumanshús.
Demparar festast í stífur og upp í grind.
Fremri driflína tengir framhásingu frá pinion og upp í millikassa gegnum drifskaftið.
Aftur fjöðrun
Það eru mun færri hlutir sem tengjast að aftan.
- Fjaðrir
- Demparar
- Drifskaft
Fjaðrir festast á einum punkti við hásinguna og á tveimur punktum við grindina sitt hvoru megin.
Demparar festast í hásingu og upp í grind sitthvorum megin.
Drifskaftið festist við pinion og upp í millikassa.
Til að tækla þessar breytingar, þarf að sinna þessum atriðum.
Gormar - Þeir eru fáanlegir með stigvaxandi fjöðrun (Progressive) sem og með jafnri fjöðrun. Gormar eru í nokkrum stöðluðum stærðum eftir hækkun tækis.
- Jafnir gormar - gormar eru jafnir og lengd á milli snúninga jöfn, þetta skilar jafnri hreyfingu gegnum allt fjöðrunarferli gormsins.
- Stigvaxandi - gormar eru vafðir þéttar að ofan en neðan, þetta veldur auknum stífleika eftir því sem fjöðrun er dýpri. Í bakslagi snýst dæmið við, eftir því sem þeir teygjast, mýkjast þeir.
Stífur- Í dag eru framleiddar af eftirmarkaðs fyrirtækjum lengri stífur en original. Þær hjálpa mikið við fjöðrun og hægt er að nota þær frá original hæð, allt upp í miklar upphækkanir. Hér þarf að fylgjast með C-fóðringum sem eru á milli hásingar og stífna. C- fóðringar er hægt að fá í dag í nokkrum gráðum, til að stilla betur af halla stífna miðað við grind.
Þverstífa - Nokkrar leiðir eru til að minka halla þverstífu, sem verður við upphækkun. Bæði er hægt að hækka festingu á hásingu og það sem vinsælt er að lækka turn á grind, sem þó getur aukið grindarálag mikið. Ásamt því að setja stillanlega þverstífu til að leiðrétta stöðu hásingar undir bílnum. Þörf er á stillanlegri stífu við róttækar hækkanir.
Stýrisarmur - Original stýrisarmur er fínn í 5sm hækkun. Eftir það er sveigður stýrisarmur álitlegur kostur. Sveigðir armar geta aukið álag á grind.
Demparar - Hér þurfa demparar að lengjast í takt við hækkun. En venjulegir demparar geta dugað ef hækkun er mjög lítil 2 til 4 sm.
Fjaðrir - Hækkun er hægt að fá með því að bæta löðum í fjaðrirnar, nú eða með því að setja klossa undir fjaðrirnar. Betri kostur er að skifta út fjöðrum fyrir nýrri og sveigðari fjaðrir sem nú er hægt að fá með stigvaxandi fjöðrun í mörgum stærðum.
Drifsköft - Þegar bil á milli millikassa og hásingar eykst þarf að huga að lengingu drifskafta. Hægt er að fá sverari sköft og með lengri drag liðum sem halda tengingu ef mikillar fjöðrunar er þörf.
Nú er fjöldi samsettra fjöðrunar pakka til hjá mörgum söluaðilum, auka fjölda stillinga til að henta hverjum og einum.
Gangi þér vel við hækkun og vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Ef þú hefur reynslusögur eða einhverju við þetta að bæta endilega bættu því við hér að neðan.
Síðast breytt af umsjónarmanni: