• Velkomin, Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
  Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
  ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Forni og endurhæfingarferlið

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Sagan af Forna...
Ég keypti Forna í algeru bríaríi, var þá nýlega kominn af stað með Ek082 og í vissi ekkert hver örlög þessa bíls yrðu. Ég fékk hann fyrir 80þ og vissi ekkert um ástand. Við skoðun leit hann hrikalega illa út. En maður er aldrei normal svo ég sló til.

Fyrrsta myndin er áður en ég eignaðist hann. Seinni þar sem hann stóð í kópavogi, þegar ég keypti hann.
0001.jpg 0002.jpg

Hann var fullur af dóti. Eitthvað nýtti ég áfram.
0003.jpg

Eftir að hafa dreigið hann heim tók við kaldir vetur fyrir kallinn og ég hugsaði minn gang. Ég var á kafi í Ek082 verkefninu en það kitlaði mig alltaf að eiga einn sem ég gæti keyrt. Bara vera á Bronco.
Það var aldrei planið með þennan að gera hann eins og nýjan heldur að koma honum af stað og það ódýrt.
Löngunin eftir því að lenda í mildum ævintýrum á Bronco var mikil.
0004.jpg 0005.jpg 0006.jpg 0007.jpg

Eftir nokkra skoðun kom í ljós að vélin var ónýt og bæði fram og aftur hásingar höfðu legið fullar af vatni um árabil, öxlar og mismunadrif ónýtt.
Ég var heppinn og fékk 170cid línu austur á Hellu fyrir 5000þ og fann Dana 44 fram og 9" afturhásingu fyrir 40þ hér í bænum.

Vélin fór úr og nýja í á 2 klst með nýrri kúplingu og pressu frá Rockauto sirka 18þ hingað komið

Takið eftir ryðinu á hvalbaknum, það var lagað ódýrt, svo mynd 2 nýja hjartað komið í.
Allar ryðbætingar á Forna eru svona. Nýjir sílsar, lagt yfir gömlu, og götum lokað með sjálfborandi skrúfum og límkítti.
Eins ódýrt og einfalt og hægt er.
0009.jpg 0008.jpg

Rafkerfið þurfti allt að skoða, fara yfir jarðtengingar og ljós

Augun opnast..
00011.jpg

Það var komið að gangsetningu og spurning hvort allt myndi fúnkera.

Allt hafði gengið eins og í sögu og ekkert alvarlegt komið upp á.
Það var komin tími á stoðkerfið. Dana 44 fór undir að framan og 9" að aftan. Urethan fóðringar í allt framkerfið.
Svo var að tjekka á bremsum.
00012.jpg 00013.jpg

Rockauto fékk aftur pöntun. Allt var keypt nýtt í bremsur nema aftur skálar.
Nýjar bremsulagnir, slöngur, rör og handbremsubarkar. Allt kom hratt og ódýrt frá Rockauto
00014.jpg 00010.jpg

Svo einn daginn þá var ekki eftir neinu að bíða.
00015.jpg

Fyrsti bíltúrinn var fram undan.

Hann gekk svona líka vel aðeins þurfti minniháttar stillingar og svo var kagginn dregin suður í Aðalskoðun þar sem hlutirnir gerðust hratt.
00016.jpg 00017.jpg

Forni með fulla skoðun eftir fyrsta endurhæfingar ferlið.
00018.jpg

Nú var hægt að keyra heim og það gerði hann svona líka virkilega flott

Það var rúntað aðeins um og hann líka svona ferlega ljúfur.

Smá vetrarævintýri

Vetrarmyndir
00022.jpg 00023.jpg


Forni er drauma bíll og reynst okkur virkilega traustur, hann dettur í gang í öllum veðrum og hefur ekkert bilað nú í tvö ár.
En hann er kominn inn á gólf aftur og er ég núna að herða út í bremsur og í leiðinni setti ég í hann nýjan plast afturtank sem ég keypti á Amazon.
Bensíntankur_n.jpg

Forna ævintýrið á vinandi eftir að halda áfram um ókomna tíð. Þetta er svo mikill karakter.

Svo er bara að skutla honum í skoðun fyrir áramót og vona eftir skilningsríkum skoðunarmönnum.
Forni lengi lifi :love:
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Listi yfir það sem hefur verið sett nýtt í Forna

 1. Notuð 170cid vél
 2. Fram og aftur hásing notaðar
 3. Nýtt kúplingssett Pressa, diskur, lega og svingjólsfóðring
 4. Ný framljós
 5. Nýtt fóðringasett við kúplingsarma
 6. Nýjar spyrnufóðringar að framan
 7. Nýtt afturdrifskaft (35þ á Rockauto)
 8. Nýtt pústkerfi frá Pústþjónustu Einars
 9. Notuð dekk 32"
 10. Nýr startari
 11. Nýr alternator
 12. Nýjar pústgreinapakkningar
 13. Nýjar perur í ljós
 14. Nýjir rúðuþurku armar af Cherokee og blöð (Cherokee armar hafa meiri spennu á framrúðu en orginal Bronco. Mikill munur) Sumar 2021
 15. Allt nýtt í bremsur, borðar, gormar, langir, barkar og slöngur
 16. Nýr ljósarofi
 17. Notaðir Rancho demparar 7000 minnir mig ef það skiptir máli
 18. Hjöruliðskrossar í framskaft
 19. Nýr bensíntankur Des. 2021
 20. Hraðamælabarki
 21. Nýr rafgeymir
 22. Yfirfarið rafkerfi
 23. Nýjar bensínlagnir
 24. Nýr stefnuljósarofi í stýristúbu.
 25. Notaður blöndungur af 200cid
 26. Notaður lofthreinsari af 302
 27. Nýjar olísusíur og nýjar olíur á öllu.
 28. Ný bjartari framljós og parkljós í grill
 29. Ný bremsuslanga út í hjól bílstjóra megin
 30. Nýjir aftur demparar
 31. flauta notuð úr Econoline
 32. Bilstein 5100 framdemparar

  Listin á bara eftir að lengjast
 
Síðast breytt:
Nýjustu fréttir af Forna

Í dag 23.12.2021.
Eftir augnnablik í Skúrnum þar sem farið var yfir útí herslur á bremsum var sá Forni færður til skoðunar sem hann stóðst glæsilega 🎅


Forni.jpg 2023.jpg Forni.jpg
 
Við Forni að hefja 5 og 6 árið okkar saman. Tveggja ára skoðun afstaðin.
Hann hefur gengið án vandræða síðan 2018 og reynst mjög áreiðanlegur. :love:

ágúst skoðun.jpg
 
Nýjustu fréttir af Forna herma að hann sé með uppfærða fram dempara.
Komin í tísku heiminn með Bilstein 5100 :)
Mér finnst hann full stífur að framan...
Bilstein.jpg

Einnig pantaði ég ljósa sett í grillið parkljós og framljós.
Þetta lýtur vel út og verður flott í vetur ;)
Forni oktober.jpg
 
Síðast breytt:
Það fór illa í desember þegar við Forni ætluðum í Jóla akstur

Vatnskassinn gaf sig með tilheyrandi veseni og við urðum að blása okkar þátttöku af.
Það var því ekkert annað að gera en að panta nýjan.

Hann kom en varð fyrir skemmdum í flutningi. Þó ekki miklum og vonandi starfhæfur.
Umbúðirnar.jpg Hnoðaður stútur.jpg

Nýr vatnskassi.jpg Vatnskassaskipti.jpg

Það byrjaði brösuglega að skipta þessu út 😅
Mögulega aldrei verið skipt um vatnsdæluna og þannig fór að boltar slitnuðu.

Fall er fararheill sagði einhver.
Meira síðar
 
Síðast breytt:
Fyrsti rúntur gekk vel..

Forni í snjó.jpg


Og nokkrum rúntum síðar gengur enn allt vel :)
 
Top Bottom