• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Bronco.is - Appið?

Fróði

Félagi
Hægt er að setja upp Bronco.is sem smáforrit með því að nota innbyggða Progressive Web App (PWA) eiginleikann.
Þetta er hægt vegna þess að vefurinn styður helstu öryggisstaðla og það er hægt að nota hann sem öruggt vefsvæði (HTTPS)
Sem svo gerir notendum kleift að „setja upp smáforritið“ beint úr vafranum sínum og bæta við tákni á heimaskjáinn með tilkynningum.
Og við verðum að viðurkenna það að okkur líkar flestum við þessi skemmtilegu smá forrit sem gera lífið þægilegra


Það er frekar einfalt að setja vefinn upp sem app.
Byrjum á Windows pc tökum svo fyrir Android spjöld og farsíma hér neðar.

Á Windows pc tölvu:
Efst í hægra horni vafrans er slóðastika vafrans (Vefslóðastika) - Rauð ör
App1.jpg






Smellið á táknið til að setja vefinn upp.
App2.jpg










Tilkynning í líkingu við þessa birtst
App3.jpg


Og nú hefur tákn vefsins birtst á skjáborði tölvunar og allt er klárt til að njóta vefsins :)


Að auki: Ef vefurinn er þegar til í tölvunni sem app (smáforrit) birtist þetta merki í vefslóðarstikunni.
App4.jpg





Á Android síma eða spjaldtölvu
Í tækinu opnið Chrome:
Fyrirspurn birtist venjulega sjálfkrafa, eða notendur geta valið „Setja upp smáforrit“ úr valmynd vafrans.
Gott er að skrá sig fyrst inn á vefinn.

Ef boð um innsetningu birtist ekki er farið í hægra efra hornið í valmynd vafrans punktana 3 hægrameginn

Sjá hér - rauður hringur
Android 1.jpg

Og svo er valið úr listanum að setja á heimaská
Hér undirstrikað með rauðu.
Android.jpg


Ef upp koma spurningar má gjarnan senda mér skilaboð og ég aðstoða eftir bestu getu.
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top Bottom