
Hvað kostar nýtt boddý á1966 til 1977 Ford Bronco frá Kína?
Þetta er tiltölulega nýr kostur sem vert er að skoða vel.
Boddíin koma samsett og grunnuð.
Við sendum fyrirspurn til framleiðandans á Alibaba og fengum þessi svör.
Boddý = 8000$ Isk = 1.000.720
Sending til Íslands = 3500$ Isk = 438.000
Sending til Rotterdam = 500$ Isk = 62.500
Ofan á þetta leggjast svo innflutnings skattar og gjöld.
Þetta er satt að segja alls ekki dýrt. Það er jafnvel svo að ekki borgi sig að setja mikla vinnu í viðgerðir hér heima.
Ánægju stuðullinn við að vita af 100% ryðlausum bíl er hár
Innflutningur á stökum pörtum getur hlaupið á 100 þúsunda og þá eru samsetningar og undir vinna eftir.
Ofan á það bætist að hætta á ryði eða göllum er töluverð. Við búum jú í mjög erfiðu landi.
Það er áhugavert að vinna með Rotterdam hugmyndina og ná jafnvel betra verði sjálfur til Íslands með Norrænu eða öðrum leiðum.
Það myndi þá kosta smá umstang.
Það er gaman að fylgjast með umræðum í USA en þar eru þessi boddí með umboðsaðilla og seljast býsna vel
Margir hverjir gefa þeim góða dóma og segja þau ekki síðri en til dæmis boddí frá Dennis Carpenter sem sögð eru gerð í USA.
Eins hafa margir bent á að nú þegar sé flestir partar sem seldir eru í USA framleiddir í austurlöndum.
Síðast breytt: