• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

L121

Olilux

Félagi
[TABLE="border: 1, cellpadding: 0, cellspacing: 0, width: 624"]
[TR]
[TD]1974[/TD]
[TD]Bíllinn er framleiddur í Flint Michigan 6 Mai 1974 og fluttur til Íslands 1975[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]1975[/TD]
[TD]Fyrsta skráning er 21.08.1975 þegar Magni Jónsson þá læknir á Seyðisfyrði kaupir bílinn hjá Sveini Egilssyni í Reykjavík. Bíllinn fær númerið "S1192". Hann var nokkuð hrár að innan og með lítin bekk afturí. Ragnar Valsson í Kópavogi innréttar bílinn og eru sett í hann græn sæti og stór bekkur afturí. Bílnum er velt í Eyjafirði í Júní 1976 og fer heilan hring og endar à hjólunum. Toppurinn rifnaði frá frampóstinum og alveg aftur. Þarþegar og lausir hlutir þeyttust út rétt eins og allar rúður.[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]1976[/TD]
[TD]VIS borgar út bílinn og lætur gera við hann.[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]1977[/TD]
[TD]Annar eigandi er Sveinn Runólfsson sem kauðir bílinn 17.05.1977 og er bíllinn setur á númer "L121". Um 1984 er bíllinn tekin í gegn þar sem hann er farin að ryðga nokkuð. Það eru komin göt á frambrettin. Hann er hækkaður upp á fjöðrum og bodýi og settur á 31“ dekk. Hann er sprautaður dökk grænn (var upprunalega ljósgrænn) og plast bretti eru sett á að framan. Efri afturhlerinn er orðin lélegur og skröltir mikið. Sveinn lætur loka efri afturhleranum og setja stóra glugga í og fasta hillu. Síðan er bíllinn klæddur hólf í gólf hjá Ranganri Vals og bök framstólana eru hækkuð upp.[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]1997[/TD]
[TD]Þriðji eigandi er Sveinn Skúlason, lögmaður, sem kaupir bílinn 13.05.1997 til að nota á jörð sinni Hnúk í Dölum. Bílinn er seinast skoðaður árið 2000 samhvæmt bifreiðaskrá. Eftir að bremsukerfið bilar er honum lagt í hlöðu og stóð hann þar til 2016.[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]2016[/TD]
[TD]Fjórði eigandi er Sigurður Eyberg Jóhannesson sem kaupir bílinn 30.12.2016 til að gera upp en gefur það upp á bátinn eftir að bílinn kemur til Keflavíkur.[/TD]
[/TR]
[TR]
[TD]2017[/TD]
[TD]06.01.2017 kaupi ég bílinn æi gegum frænda minn eftir að hann skoðaði bílinn í Keflavík.
Bíllinn kemur til Lúx 6. 02.2017[/TD]
[/TR]
[/TABLE]
 

Viðhengi

  • photo479.jpg
    photo479.jpg
    239.4 KB · Áhorfi: 5
  • photo480.jpg
    photo480.jpg
    62.4 KB · Áhorfi: 5
  • photo481.jpg
    photo481.jpg
    158 KB · Áhorfi: 6
  • photo482.jpg
    photo482.jpg
    243.5 KB · Áhorfi: 6
  • photo483.jpg
    photo483.jpg
    146.8 KB · Áhorfi: 6
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom