Guðlaugur Árnason eða @Gulli eins og flestir þekkja hann fór í fríðu föruneyti, niður á Þjóðskjalasafn.
Þar duttu þeir í lukku pottinn þegar þeim voru færðar fjölmörg fyrstu kynslóðar skráningarskírteini sem höfðu að geyma nöfn eiganda og fyrri númer sem okkur voru ekki kunn.
Þetta gerir okkur kleift, þegar búið er að færa allt inn. Að finna bíla og staðsetja út frá fleiri eigendum og númerum. Í sumum þessara skírteina er líka talað um undir módel, þá Renegade til dæmis.
Smellið á mynd til að stækka
Öll eldri vottorð eru handskrifuð og sum virðast tákna númeraskipti eingöngu. Þar sem ekki eru teknar fram miklar upplýsingar um bílinn, ekkert framleiðslunúmer eða annað.
Eins og gefur að skilja getur reynst erfitt að skilja handskrift sem jafnvel er farinn að dafna og er mismunandi frá manni til mans.
Þarna er mest af upplýsingum um 1966 til 1969 bíla en svo líka suma yngri.
66 til 71 eru þær árgerðir sem okkur skorti hvað mestar upplýsingar um vegna vanskráningar umferðarstofu á sínum tíma þegar handskrifaðakerfið var fært í stafrænt form.
Það er nokkuð víst að eftir þessa yfirferð verða færri göt í grunni okkar, en þó verða alltaf einhverjar holur og gallar.
Gaman er að sjá hversu vel gagnagrunnur okkar stendur sig en við þurfum stundum ekki nema 5 stafi úr framleiðslunúmeri til að finna bíl eða númer.
Nú eða nafn eins eiganda sem stemmir, eða númer bíls.
Þarna duttum við heldur betur í lukku pottinn en betur má ef gera skal og nú þurfum við fleiri myndir af Bronco bílum alls staðar að af landinu og auðvitað upplýsingar.
Þar duttu þeir í lukku pottinn þegar þeim voru færðar fjölmörg fyrstu kynslóðar skráningarskírteini sem höfðu að geyma nöfn eiganda og fyrri númer sem okkur voru ekki kunn.
Þetta gerir okkur kleift, þegar búið er að færa allt inn. Að finna bíla og staðsetja út frá fleiri eigendum og númerum. Í sumum þessara skírteina er líka talað um undir módel, þá Renegade til dæmis.
Smellið á mynd til að stækka

Eins og gefur að skilja getur reynst erfitt að skilja handskrift sem jafnvel er farinn að dafna og er mismunandi frá manni til mans.
Þarna er mest af upplýsingum um 1966 til 1969 bíla en svo líka suma yngri.
66 til 71 eru þær árgerðir sem okkur skorti hvað mestar upplýsingar um vegna vanskráningar umferðarstofu á sínum tíma þegar handskrifaðakerfið var fært í stafrænt form.
Það er nokkuð víst að eftir þessa yfirferð verða færri göt í grunni okkar, en þó verða alltaf einhverjar holur og gallar.
Gaman er að sjá hversu vel gagnagrunnur okkar stendur sig en við þurfum stundum ekki nema 5 stafi úr framleiðslunúmeri til að finna bíl eða númer.
Nú eða nafn eins eiganda sem stemmir, eða númer bíls.
Þarna duttum við heldur betur í lukku pottinn en betur má ef gera skal og nú þurfum við fleiri myndir af Bronco bílum alls staðar að af landinu og auðvitað upplýsingar.