Árni Stefánsson
Félagi
Gamli Grænn var ræstur fyrstu helgi ársins og haldið til fjalla. Ekið upp Hrunamannaafrétt á laugardegi og gist í skála sem heitir Fosslækur og er suðvestur af Kerlingafjöllum. C.a. 15 stiga frost og norðan blástur. Á sunnudeginum var ekið yfir Jökulfallið á ís og þaðan inn á Kjalveg og þaðan til byggða. Frekar þungt færi á afréttinum en heldur léttara á Kjalvegi.