• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Marti Report!

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Marti report hvað er það?
Ég hef keypt þetta ásamt Delux skýrslu frá https://www.martiauto.com/martireports.cfm

Skýrslan segir nákvæmlega hvernig bíllinn var framleiddur.
Það er litur, módel og sérkenni. Mjög eigulegt skjal. Skjalið er sent sem .pdf og hægt að prenta út strax. Merkin koma í pósti.

3 gerðir af skýrslum eru í boði
Elite = 300$ (Mjög mikið í þessari en réttlætir ekki verðið)
Delux = 55$ (mæli með þessari)
Standard = 20$ (þessi inniheldur of lítið)

Á vef Marti er líka hægt að kaupa ál merki fyrir bíl, vél, drif og fleira.
En þar er líka hægt að kaupa eftirprentun af original límmiðum sem koma á hurðastöfum til dæmis.

Það er auðvelt að panta merkin fyrir 1967 til 1977 Bronco eð eina sem þú þarft er að vita verksmiðjunúmerið. Þeir vita rest.

Það er erfiðara að panta fyrir 1966 bílinn en þá þarft þú að gefa allar upplýsingar upp sjálfur. Drif, lit, bodý og þess háttar.
En það er hægt.

1966 kom verksmiðju platan á þilinu við handbremsupetalann en í öðrum árgerðum kom hún innan á hanskahólfshurðinni.
Vonandi gagnast þetta sem flestum
👍


Sjá skjáskot af Delux skýrslu og nýtt merki fyrir 1976 Bronco ( smellið til að stækka )
Marti 2.jpg Marti.jpg
 
Til baka
Top Bottom