• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

R1807

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
Ein mynd hefur fundist af þessum bíl. Ekki er vitað um númerið með fullri vissu en það virðist vera R1807 svo gæti verið meira..
Myndin barst inn á fb Íslenskar bílamyndir
Sendandi er: Bergthor Johannsson
Bergþór segir "Ansi kuldalegt um að litast á þessari, tekið í Desember 1966"

R1807.jpg
 
Undir myndina skrifar: Maggnús Víkingur Grímsson

"þegar á sínum tíma þessir sýningarbílar voru komnir í hús hjá Sveini Egils. kom þar ungur maður og þótti sölumönnum hann heldur slánalegur þar sem hann skoðar bronkóinn í krók og kima. Spyr svo um verð og greiðsluskilmála, og fær dræm svör hjá sölumönnum sem töldu þennann 17 ára dreng ekki líklegan til stórræðna. En þarna var á ferðinni flugkappinn Hjörtur Ingólfsson, sem sagðist ætla að fá tvö stykki takk."
 
Til baka
Top Bottom