• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Skálabremsur eða diskabremsur?

Fróði

Félagi
Eftirfarandi eru dæmigerðir kostir og gallar fyrir bæði diskabremsur og skálabremsur:
Gott er að vita að Ford Bronco kom með tveimur gerðum af skálum 10" og 11" Betra er að mæla skálina áður en pantað er.
Diska bremsur komu fyrst að framan árið 1976.


Diskabremsur:

Kostir:

Betri og jafnari hemlakraftur​
Þrátt fyrir hita eiga þær betra með að kæla sig​
Minn áhrif frá vatni og drullu​
Betra að viðhalda og sneggra er að skipta um klossa en borða​

Gallar:
Dýrari en skálabremsur í kaupum í upphafi​



Skálabremsur:

Kostir:

Mun ódýrari kostur​
Skálabremsur hafa betri handbremsu eiginleika, en diskabremsur.​

Gallar:
Hamlakraftur getur dofnað við ítrekaða fasta notkun
Geta mist afl í vatni og slabbi
Viðkvæmari fyrir stærri dekkjum​
Flestir eru sammála um það að diskabremsur séu betri en skálabremsur. Hins vegar geta skálabremsur verið mjög góðar ef þær eru rétt stilltar og í góðu lagi.
Venjulega þegar við skiptum út skálabremsum fyrir diska er það vegna þess að skálabremsurnar eru orðnar lélegar. Svo þú finnur strax stórkostlegan mun á bremsugetur bílsins.
Gott er að hafa í huga að þegar einhver talar um gríðar mikinn mun, er það yfirleitt vegna þess að allt er nú nýtt.

 
Til baka
Top Bottom