• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Níu tommu Ford afturhásing

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
Níu tommu Ford afturhásing kom original undir Ford Bronco frá 1966 til 1983 samkvæmt wikipedia.

Þessi geysivinsæla hásing er bæði létt og sterk. 9" hásingin kom með misstórum hjóla legum sem og innri legum.
Á árunum 1966 til 1977 kom Ford Bronco aðeins með 28 rillu öxlum en með tvær stærðir af hjóla legum eftir burð bílsins frá framleiðanda.

Í dag er auðvelt að fá 31, 35 og jafnvel 40 rillu öxla hjá eftirmarkaðsframleiðendum. Öxlum er haldið föstum í drif með á-þrýstum kraga við legu en ekki C splitti inn í mismunadrifi.
Þegar 35 eða 40 rillu öxlar eru keyptir þarf að skipta út drifkögli og fara í 3.25" innri legur og svo þarf að kaupa nýjar legur í hjól.

Fjöldi læsinga er í boði má þar telja nokkra framleiðendur eins og ARB, Detroid, Moser Engineering, Powertrax, Track Lock, Yukon og Billet Track

Helstu kostir: Létt, sterk, fjarlægjanleg miðja og ekki þarf að opna drif til að losa öxla.


9 Ford

Frekari upplýsingar:
Hægt er að fá þykkari krumhring. Stundum er hann og þykkur og rekst í þéttingu
þykkari krumhringur #88128
Þynnri krumphringu #514003
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top Bottom