• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Get ég keypt rafkerfi?

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
Einn af mikilvægustu hlutum bíla er rafkerfið. Bílarnir okkar eru yfir 3o ára og rafkerfi í mjög misjöfnu ástandi. Hlífðarkápur víra orðnar harðar og jafnvel rofnar. Vírar slitnir eða fullir af kopargrænu nú eða búið að splæsa í eða endurnýja kafla og enda.
Það tekur um 20 klst. að koma fyrir nýju rafkerfi í Bronco eða um eina helgi. Það fer þó auðvitað eftir getu og drykkjarfjölda ;)

Það er því huggun harmi gegn, að töluvert framboð er af nýjum rafkerfum sérhönnuðum fyrir Ford Bronco 1966 til 1977.

CentechWire K40F
Cantech bíður flott rafkerfi sem er hannað fyrir Ford Bronco meðal annars. Vírar eru nógu langir til að hægt sé að breyta þeim ef þörf krefur.
Eitt auðveldasta kerfið fyrir Ford Bronco.
Allt þetta fyrir rúmlega 500$

EZWiring
EZ wiring býður nokkur mismunandi rafkerfi. Þau eru ekki sérsniðin fyrir Ford Bronco og nokkurrar rafmagns kunnáttu er þörf.
Verðið er hagstætt eða um 200$

Painless
Painless býður fullkomið rafkerfi sérsniðið fyrir Ford Bronco. Þetta er önnur af tveimur auðveldustu leiðunum til að endurnýja rafkerfi í Ford Bronco.
Hér færðu 28 öryggi og sér öryggi fyrir fjölda tengibúnaðar.
Verð frá 300 og upp eftir kerfi.

Ron Francis
Hér er annað sérútbúið rafkerfi fyrir Ford Bronco. Þetta er vinsæll kostur fyrir þá sem erum með mikið af aukabúnaði
Hægt er að velja kerfi sérstaklega fyrir beinar innspýtingar, kveikju kerfi og alternatora. Ásamt fjölda annara kosta.
Verðið frá 600$

Það eru mörg önnur fyrirtæki sem bjóða rafkerfi en þetta eru fjögur helstu og þau sem hafa sérhæft sig í kerfum fyrir klassísk eldri tæki.
Ef þú hefur góðar upplýsingar eða skoðun endilega leyfðu okkur að njóta.
 
Til baka
Top Bottom