• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

V8 351w

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
351w
Það skal strax tekið fram að 351w kom aldrei í Ford Bronco 1966 til 1977.
351w hefur notið gríðarlegra vinsælda og er mest notaða vél í breytta Ford Bronco bíla.
Þessi vinsæla vél er úr Windsor línu Ford og sú eina sem aðgreind er með w. En Windsor verksmiðjan í Ontario smíðaði vélina.
Windsor ættin samanstendur af þessum vélum 221 cu in (3.6 L), 255 cu in (4.2 L), 260 cu in (4.3 L), 289 cu in (4.7 L), 302 cu in (4.9 L), 351w cu in (5.8 L)

Margir partar ganga á milli véla í þessari fjölskyldu svo sem hedd og kúplingshús og skiptingar
Ekki má rugla þessri saman við aðrar 351 Ford vélar sem eru til dæmis 351C og 351M.
Þar stendur C fyrir Clevland og M talið standa fyrir Modified

351w var framleidd á árunum 1969 til 1996:

Helstu herslu tölur:

Höfuðlegu boltar 95-105 ft.-lbs.
Stimpilstangarboltar 40-45 ft.-lbs. (40-45 ft.-lbs. for 289TP eða Boss 302)
Heddboltar 90-100 ft.-lbs.
Rocker armar 17-23 ft.-lbs.
Milliheddsboltar 23-25 ft.-lbs.
Olíudælu boltar 23-28 ft.-lbs.
Knastásboltar 40-45 ft.-lbs.
Knastás plötuboltar 8-10 ft.-lbs.
Sveifarás dempari 70-90 ft.-lbs.
Startkrans eða flexplata 75-85 ft.-lbs.
Kúplings pressa 35 ft.-lbs.
Tímakeðjuhús 12-15 ft.-lbs.
 
Til baka
Top Bottom