• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

R34102

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Matthías Þórðarsson skrifar okkur:
Ég átti Ford Bronco 1966 ljósgrænan að lit.
Merktur R34102. Er að bíða eftir fastanúmerinu á honum frá Umferðarstofu.

Þennan bíl eignaðist ég líklega árið 1972. Seldi hann í maí 1974. Ég keypti hann af múrarameistara sem að ég man ekki hvað hét.
Þetta var fullklæddur bíll. Innréttaður fyrir norðan. Múrarameistarinn hafði keypt hann af einhverjum frá Húsavík.
Bifreiðin var 6 cylindra beinskiftur. Mjög skemmtilegur bíll. Þetta er bíllinn í auglýsingunni.
Félagi minn vann á auglýsingastofu og plataði mig til að leika í auglýsingunni. Ég man ekki hver keypti bílinn af mér.
Bíllinn kann að hafa verið skráður á föður minn Þórður Guðjónsson.

R34102.jpg

 
Síðast breytt:
Þessi bíll og steðjanúmerið R34102 virðast ekki tengjast FE310 en hann bar R34102 á árunum 1986 til 1988.
Þá í eigu TM tryggingar hf.
 
Til baka
Top Bottom