DT560 er komin á götuna hjá Benedikt Hermanssyni eftir uppgerð.
Bíllinn skartar fiber body og samkvæmt Benedikt er í honum létt tjúnuð 302 vél með heitum ás, flækjum og fleira góðgæti. Aftan á er svo C4. Bíllinn er með uppfærða stýrisvél færri snúninga borð í borð og allt nýtt í stýri alveg upp í túbu. Diskabremsur að framan og aftan. Bílstjórinn situr ekki í neinu slori og í þessum Bronco má finna gæða sæti frá Toms Bronco Parts í USA. Benedikt segir verkinu þó ekki lokið og ýmsilegt eftir.
Áður bar bíllinn þessi númer: U1067 / U120 / U2711 / X998
Til hamingju Benni með flottan Bronco
Bíllinn skartar fiber body og samkvæmt Benedikt er í honum létt tjúnuð 302 vél með heitum ás, flækjum og fleira góðgæti. Aftan á er svo C4. Bíllinn er með uppfærða stýrisvél færri snúninga borð í borð og allt nýtt í stýri alveg upp í túbu. Diskabremsur að framan og aftan. Bílstjórinn situr ekki í neinu slori og í þessum Bronco má finna gæða sæti frá Toms Bronco Parts í USA. Benedikt segir verkinu þó ekki lokið og ýmsilegt eftir.
Áður bar bíllinn þessi númer: U1067 / U120 / U2711 / X998
Til hamingju Benni með flottan Bronco
Síðast breytt: