• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

1973 Endurvakinn

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
DT560 er komin á götuna hjá Benedikt Hermanssyni eftir uppgerð.
Bíllinn skartar fiber body og samkvæmt Benedikt er í honum létt tjúnuð 302 vél með heitum ás, flækjum og fleira góðgæti. Aftan á er svo C4. Bíllinn er með uppfærða stýrisvél færri snúninga borð í borð og allt nýtt í stýri alveg upp í túbu. Diskabremsur að framan og aftan. Bílstjórinn situr ekki í neinu slori og í þessum Bronco má finna gæða sæti frá Toms Bronco Parts í USA. Benedikt segir verkinu þó ekki lokið og ýmsilegt eftir.

Áður bar bíllinn þessi númer: U1067 / U120 / U2711 / X998

Til hamingju Benni með flottan Bronco (y) :cool:


DT560 3.jpg DT560 0.jpg DT560 2.jpg

DT560 1.jpg DT560 4.jpg
 
Síðast breytt:
Til baka
Top