• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Ford Bronco, árgerð 1973 til sölu

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Þessi Ford Bronco árgerð 1973 er auglýstur á facebook
Verðið er sérlega hagstætt eða 1290þ sem verður að teljast undir markaðsverði.
Nú er að stökkva á gæðinginn

I977.jpg


 
Þessi Ford Bronco árgerð 1973 er auglýstur á facebook
Verðið er sérlega hagstætt eða 1290þ sem verður að teljast undir markaðsverði.
Nú er að stökkva á gæðinginn

View attachment 5930


Ég stökk á hann, alltaf langað í svona. Er einhver sem þú getur bent á sem er sérfræðingur og getur leiðbent mér með varahlutakaup og almennar ráðleggingar með viðgerðir. Sé fyrir mér roll on verkefni eftir fjárhag. Konan brjáluð að fá þetta í hlaðið.
 
Sæll, Ívar

Frábært að heyra að þú sért komin í hóp Bronco eiganda til hamingju, sama hvað konan segir 😅

Fyrir nokkru tók ég saman stuttan pistil um varahlutakaup að utan. Eitthvað er til hér heima þó lítið sé og í misjöfnu ástandi.

Svo þegar þú ert farinn að kynnast honum betur og sérð hvar þig langar að bera niður, getur þú hent spurningu á okkur eða á FB síðuna Ford Bronco á Íslandi

En mér lýst vel á planið hjá þér ;)
Vonandi verða einvherjir hittingar í sumar. Ert þú í Reykjavík?
 
Til baka
Top Bottom