• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Hver var fyrsti Bronco Íslandssögunnar?

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
1.jpghver var fyrstur og hvenær er hann fyrst nefndur!!
Stórt er spurt. En aðeins eru 58 ár frá því að fyrsti Ford Bronco bílinn nam hér land, eða árið 1965.

Fyrst er Ford Bronco nefndur í auglýsingu Vísis - 07. október 1965 í dálknum Bílar og Menn
Strax í þeirri auglýsingu er fyrsta númeraplatan sýnileg R17129.
Það má því telja án fullyrðinga að þarna sé fyrsti Bronco bíllinn kominn.
Bílinn birtist oft í auglýsingum eftir það, en engar sögur fara af honum og ekkert frekar finnst um hann enn þá.


Friðrik Kristjánsson Framkvæmdastjóri Kr. Kristjánsson lýsti bílnum fyrir blaðamönnum.

R17129 1.jpg

R17129 2.jpg
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom