• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

170cid Ford

Efnisstjóri

Stjórnandi
Stjórnandi
170 vs 200Hér safnast saman upplýsingar um Ford 170cid vélina sem kom í Ford Bronco bílunum 1966 til 1972.

Ford Bronco kom fyrst árið 1966 með 170 cid sexsýlindra línu vél en strax síðar sama ár bauð Ford uppá v8 289.
Ford skipti 170 cid vélinni út árið 1973, fyrir stærri 200 cid vél sem var notuð til 1974.

Auðvelt er að rugla saman þessum tveimur vélum en útvortis er best er að greina 170cid Ford frá 200 cid vélinni á frosttöppum farþegamegin. Þeir eru 3 í 170cid en 5 á 200 cid.







Helstu herslutölur:

Kertabil: 035, eða 089mm ( nýmóðins kveikjukerfi keyra betur með stærra bili )

Höfuðlegur :
Byrja á miðjunni og vinna út frá henni
Til dæmis: bakker eru 1 2 3 4 5 6 7 - 4 er miðjan. Herðið 4,5,3,6,2,7,1
Stillið átaksmælir á 45lbs í fyrstu umferð, 60lbs í annari umferð og 70lbs í þriðju og síðustu.

Heddboltar:
65-75 ft lbs

Rokker armar 30-35 ft lbs
Röð: 13 8 4 1 5 9 12 / 14 7 3 2 6 10 11
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top Bottom