• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Leiðbeiningar um nöfn og merkingu mynda í Galleríi (tags)

Fróði

Félagi
Nefna skal myndir eftir bílnúmeri myndar á tíma myndar (það er þeim tíma er myndinn er tekinn á) t.d. Þ125 eða þ747. Þetta er gert til að auðvelda öðrum að finna myndir af sínum bílum, og fæstir vita fastnúmerinn.
Forðast skal að nefna myndir Smá action eða stuð í sveitinni.
Það má koma í lýsingu.


Merkingar skulu vera eftirfarandi og byggðar á fyrir fram ákveðnum merkjum að eins miklu leiti og hægt er.
Leyfilegt er að skrá sér merkingar ef þörf er á. Hægt er að fara á leitar síðu og kalla fram bíla eftir merkjum Merkjaleit hér
Í flestum tilfellum er nóg að smella á merkja táknið og byrja að skrifa viðeigandi merki td: Blár
Grunnurinn eykst eftir því sem hann stækkar.

Litir:
  1. Rauður
  2. Rauður með hvítan topp
  3. kantar (litur)
  4. Þrílitur
  5. Marglitur
  6. Með röndum (lýsing)
Stuðarar:
  1. Spilstuðari (stuðari framsettur með spili)
  2. Stuðari af öðru
  3. Málaður stuðari
  4. Rörastuðari
Dekk: (merkt eftir stærð hverju sinni)
  1. 33"
  2. 35"
  3. 36"
  4. 37"
  5. 38"
Aukabúnaður:
  1. Þakbogar
  2. þakbogar með kösturum
  3. kengúrugrind
  4. Kastarar á framstuðara
  5. Kastarar á topp
  6. Sport (Chrompakki)
  7. Stórir speglar
  8. Speglar af fólksbíl
  9. loftnet (fjöldi)
  10. Klipptur (skorið úr afturbrettum)
  11. Orginal (Óklipptur)
  12. Húdd scope
  13. Varadekksgrind 66 (ártal)
  14. Varadekksgrind önnur
  15. Veltigrind
  16. Veltibogi
  17. Pickup (pallbíll)
  18. Skeifa á grilli ( eða aðrar merkingar )
  19. Límmiðar í rúðum td: Bronco merki í framrúðu
  20. Skyggni yfir framrúðu
Annað gæti verið sérstakar aðstæður td: Hífing
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Til baka
Top