U156L eða U15FL. Ég lærði í gær eitthvað sem ég vissi ekki um verksmiðjunúmerin á gömlu Bronco bílunum. Ég hafði oft velt því fyrir mér hvað talan 6 væri að gera í verksmiðjunúmeri margra íslenskra bíla, og taldi það vera villu. En alls ekki ég var að spjalla við sérfræðing í USA og hann tjáði mér að talan 6 stæð fyrir lægri vélarþjöppu til að hægt sé að keyra á lægri oktantölu. Aldrei hefði mig grunað þetta. En sannleikurinn er sá að bílar með þessari aflminni vél voru fluttir til Íslands og suður Ameríku.
Síðast breytt af umsjónarmanni: