• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

1898 bílar taldir

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Staðan-2022.jpgAlls taldir: 1898 Ford Bronco bílar af árgerðum 1966 til 1977.
Þessar tölur eru ekki endanlegar og mögulega gæti slæðst inn einn og einn bíll en við teljum víst að 99,9% sé talið.
Með þessum tölum látum við því af formlegri talningu og treystum á að en finnist einn og einn með ykkar hjálp.
Það sem mest er þörf á núna er fróðleikur og miklu fleiri myndir.

Með myndum og fróðleik getum við fyllt í eyðurnar og tengt söguna saman.
Hægt er að senda myndir hér inn á síðunni eða í tölvupósti á bronco hjá bronco.is
eða senda þær inn á Facebook síðuna Ford Bronco á Íslandi.
Ef einhverjir eru með gömul myndaalbúm sem þarf að skanna getum við græjað það.

Á meðfylgjandi mynd getur að líta fjölda bíla eftir árgerðum og svo fjölda bíla sem báru ákveðin steðjanúmer.
Eitt af því sem erfitt er að rekja eru steðjanúmerin. Þegar Samgöngustofa tók upp rafrænar skráningar um 1980
ákváðu þeir að allir bílar sem skráðir voru ónýtir skildu ekki færast yfir í stafrænt kerfi, og svo virðist sem oft hafi upplýsingar um steðjaplötur og eigendur hafi verið vanskráðar inn í nýja kerfið. Eitthvað var um að afskráðir bílar færu í uppgerð og kæmu aftur til skráningar eftir lagfæringar en þá hafði eigendaferill ekki verið færður inn. Þetta höfum við reynt að lagað með upplýsingum frá eigendum sjálfum og má segja að gagnagrunnur okkar veiti jafnvel betri upplýsingar en Samgöngustofa getur veitt.
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom