• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

1974 Ford Bronco í uppgerð

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Í skúrum og skúmaskotum landsins leynast víða gæða gripir og hæfileikaríkir men. Ég fékk að heimsækja einn slíkan fyrir ekki svo löngu síðan og kíkja á 1974 Ford Bronco sem verið er að gera sem nýjan. Um er að ræða óbreyttan bíl sem framleiddur var í nóvember 1973 í Michigan, 200cid 6cyl og 3 gíra. Engu var til sparað og bíllinn málaður í upphaflegum lit lime grænn, með hvítan topp. Upphaflegt gler er í bílnum pólerað upp og gert þannig að ég taldi það nýtt. Ný ljós og gúmi þéttingar, ásamt svo mörgu. Gullfallegur bíll í alla staði og virkilega gaman að sjá slíkan metnað. Látum nokkrar myndir tala sýnu máli.

1.jpg 2.jpg 3.jpg
4.jpg 5.jpg 7.jpg
6.jpg
 
Til baka
Top Bottom