Í skúrum og skúmaskotum landsins leynast víða gæða gripir og hæfileikaríkir men. Ég fékk að heimsækja einn slíkan fyrir ekki svo löngu síðan og kíkja á 1974 Ford Bronco sem verið er að gera sem nýjan. Um er að ræða óbreyttan bíl sem framleiddur var í nóvember 1973 í Michigan, 200cid 6cyl og 3 gíra. Engu var til sparað og bíllinn málaður í upphaflegum lit lime grænn, með hvítan topp. Upphaflegt gler er í bílnum pólerað upp og gert þannig að ég taldi það nýtt. Ný ljós og gúmi þéttingar, ásamt svo mörgu. Gullfallegur bíll í alla staði og virkilega gaman að sjá slíkan metnað. Látum nokkrar myndir tala sýnu máli.