• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Engin stefnuljós

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
clear-turn-sig-only-1k.jpgÁ ferðum mínum á Forna hitti ég gamlan mann á Olís bensínstöð í Reykjavík.
Sá gamli var fullur aðdáunar á Forna og sagði mér skemmtilega sögu.
Hann hafði verið að vinna hjá Kr. Kristjánsson á fyrstu árunum og þegar fyrstu Bronco bílarnir komu, var ekki búið að lögleiða stefnuljós á bílum á Íslandi. Verkstæðismönnum var því skipað að fjarlæga öll stefnuljós af bílum sem fóru í sölu. Mánuði síðar voru stefnuljós lögleidd. þarna sagði hann að hefði safnast saman talsvert magn af ljósum og einhverjir kassar hefðu verið til. Hann hirti eitt par sem hann gaf vini sínum mörgum árum síðar.

Mér láðist að spyrja manninn nafns en sagan fannst mér skemmtileg engu að síður.
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom