• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

1503 skráðir Bronco bílar

1503.jpg1503 Bronco bílar skráðir. Sá sigur vanst í dag að búið er að skrá 1503 Ford Bronco bíla af árgerðum 1966 til 1977. Sú árgerð sem flesta telur er 1974 en þar teljast um 662 bílar. Eitthvað sem enn þann dag í dag þætti mögnuð sala.

Það tók langt fram á árið 1975 að selja alla þessa bíla og bitnaði það sjálfsagt á sölu 1975 árgerðar en þar eru fæstir eða aðeins 7 bílar. Söluhæsta árið eftir 1974 er 1966 með 369 skráða bíla Salana hefur einnig verið góð 1973 með 206 bíla og 1972 með 101.

Myndagallerý vefsins telur nú um 2000 myndir og vex það daglega. Margar skráningar eru en myndalausar og biðjum við alla sem myndir eiga að leggja verki lið. Hægt er að stofna aðgang og senda myndir inn í eiginn nafni eða setja sig í samband og senda myndir með tölvupósti.
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom