• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Íslensk Mannshvörf - R1278

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Á Facebook er síðan Íslensk Mannshvörf, Þar er fjallaðum Viktor Bernharð Hansen sem fór á rjúpnaveiðar með félaga sínum 17. óktóber 1970 en Viktor skilaði sér aldrei til baka.

Viktor Bernharð Hansen var fæddur 3. Apríl 1929. Hann bjó með aldraðri móður sinni að Álftamýri 32 í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Viktor starfaði sem bifreiðastjóri hjá Slippfélagi Reykjavíkur og var vel liðinn á vinnustað sínum.
R1278.jpgViktor var virkur meðlimur í Skotfélagi Reykjavíkur og hinum til heiðus var meðal annars veittur Viktors bikarinn fyririr skotfimi ár hvert sem var verðlaunagripur renndur úr tré í líki riffilskots.
Laugardaginn 17. október árið 1970, um kl 13:00 fór Viktor ásamt vinnufélaga sínum, Agli Fr Hallgrímssyni til rjúpnaveiða í Bláfjöllum. Þeir lögðu bifreið Viktors sem var rauður Ford Bronco R1278 við Arnarsetur sunnan Þríhnjúka. Þar skyldu leiðir en þeir sanmælgdust um að hittast aftur við bílinn um kl 16:30. Viktor sem var vopnaður haglabyssu af gerðinni Braun hélt til austurs en Egill í vesturátt. Þegar Egill kom aftur á tilsettum tíma að bifreiðinni var Viktor enn ókominn. Um kl 19:00 fór hann að svipast um eftir félaga sínum og hleypti af nokkrum skotum upp í loftið í von um að Viktor myndi heyra í þeim og svara á sama hátt.
Þegar Egill hafði ekkert orðið Viktors var um kl 21:00 afréð hann að ganga niður á Sandskeið sem var um tveggja tíma gangur, þar fékk hann far með bifreið til Reykjavíkur og tilkynnti hann þá hvarf Viktors. Samkvæmt Agli voru þeir báðir með lykla af bifreið Viktors í vasanum en hann afréð þó að skilja bílinn eftir ef Viktor skyldi koma frá í millitíðinni. Viktor var vanur veiði og göngumaður, heilsuhraustur og vel útbúinn.
Leit hófst strax um kvöldið og varð hún talsvert umfangsmikil. Egill tók þátt í leitinni ásamt fleirum vinnufélgum Viktors, auk þess sem félagar úr skotfélagi Reykjavíkur tók þátt í leitinni. Fyrstu dagana þurftu menn þo að vera varir um sig vegna skotkvella frá rjúpnaskyttum sem voru við veiðar á svæðinu.
Ekkert fannst. Engin spor og ekkert sem gaf til kynna hvar Viktor væri eða hvert hann hefði farið. Leitað var í tvær vikur án árangurs.
Skömmu eftir hvarfið gaf sig fram vitni sem sagðist hafa séð Bronco bifreið áþekka þeirri sem Viktor átti um kl 17:00 á ferðinni vestan við Bláfjöll á leið niður á Suðurlandsveg. Ökumaður bílisinns hafi verið einn i bílnum, klæddur hettuúlpu með hettuna dregna fram yfir höfuð svo ekki sást í andlit hans. Auglýst var eftir þessari bifreið í fjölmiðlum. Einhverjum dögum seinna gaf sig svo fram maður sem sagðist eiga samskonar bifreið og hafi verið á ferðinni á þessum slóðum þennan dag. Ástæðu þess að hann hafi ekki gefið sig fram fyrr hafi verið sú að hann hafi verið út á landi og ekkert fylgst með fréttaflutningi.
Einhverjir leitarmenn höfðu orð á því þegar Viktors var leitað að réttast væri að fram færi lögreglurannsókn vegn hvarf hans og það yrði rannsakað sem sakamál. Þeim varð þó ekki að ósk sinni. Leitað var aftur vorið 1971 þegar snjóa leisti en ekkert fannst þá frekar en áður sem tengdist Viktori eða gat útskýrt hvarf hans.
Egill Fr. Hallgrímsson lést í desember 1987.

Búir þú yfir upplýsingum varðandi ofangreint, eða önnur mannshvörf er þér bent á að hafa samband með tölvupósti. Póstfangið er mannshvarf@gmail.com - Fullum trúnaði er heitið.

Engar heimildir eru til hjá okkur um R1278 sem er að því er virðist vera: 1966 árg, rauður með hvítan topp. Gufunes loftnet að aftan og 1966 hjólkoppar og varadekkshlíf

Gaman væri að vita meira..
 
Síðast breytt:
Til baka
Top