Bronco yfirbygging smíðuð frá grunni.
Skref eitt fannst mér að koma grindinni á stillanlegan flöt svo mælingar yrðu réttar
Þegar ég var búinn að taka grindina í lóð á alla kanta, þurfti að mæla grindina og sjá hvort einhverjar skekkjur væru í henni.
Það reyndist ekki vera.
það lá beinast við að byrja á gólfinu aftur í. Ég hafði gamla boddíið til hliðsjónar, mældi og staðsetti burðarbita eftir því.
Það þarf að huga að styrkleika í suðum við svona smíði slípa lakka af og steikja svo fallega saman.
Góður gegnum bruni.
Eftir 2 til 3 vikur hafði þetta gerst.
Fram gólfið komið og byrjað að reisa pósta.
Svona verk ganga út á að máta og mæla 10 sinnum áður en nokkuð er soðið.
Mér fannst leysirinn mjög gagnlegur við allar mælingar.
Ef grannt er skoðað sést leysir línan efst í afturgólfinu
Leysir í allar áttir.
Mörgum vikum seinna. var þetta aðeins farið að taka á sig mynd.
Það borgaði sig að hafa tekið grindina í lóð fannst mér.
Allar mælingar voru þægilegri. Endalausar mælingar upp á millimetra og öll tækin í skúffunni notuð
Ekkert orðið fast enn þá bara verið að stilla af og fá tilfinningu.
Afturpóstarnir staðsettir. Ekkert soðið. Miljón krafttengur, þvingur og sjálfborandi skrúfur.
Aftur hlerinn mátaður í lamirnar og allt upp á 10.
Enn þá verið að stilla af eldvegginn. Hann var einna erfiðastur.
Töluverðu seinna. Hér er búið að sjóða og festa allt og búið að kítta.
Það verður að muna að mála bak við sílsa og bita.
Þetta var tilrauna litur hjá mér.
Sílsarnir málaðir að innan
Af því að þetta verður breyttur bíll og ég vildi halda upphaflega útlitinu á brettunum.
Ákvað ég að kaupa 1 auka og bæta því inni afturbrettin
Lengd um 15sm. Mér fannst þetta takast vel og er mjög sáttur.
Aftur brettinn staðsett í réttu lóði
Hér er ekkert búið að sjóða bara hengja saman.
Allt fellur fallega saman og engar alvarlegar villur komnar í ljós.
Mér finnst gamla mælaborðið frekar óhentugt og ákvað að breyta því.
Ónothæfir partar skornir burtu og hanskahólfið fært.
Þetta finnst mér allt annað og kemur til með að verða flott.
Mælaborðið tilbúið að hluta.
Eftir mikið föndur og mælingar var ákveðið að sjóða. Þessu átti ég þó eftir að breyta.
Ég kem ekki til með að nota upphaflegu miðstöðina svo ég ákvað að gera þetta beint.
Mörgum götum vildi ég loka.
Þegar boddíið var að klárast ákvað ég að stífa það allt.
Sílsarnir komnir á og allt fellur upp á 10
Boddíið full klárað og tilbúið til að máta á grind.
þó er eftir að setja innribrettin í að framan.
Fram hlutan ákvað ég þó að hafa skrúfaðan á.
4 skrúfur sitthvoru megin.
Það er að ég get fjarlægt alla samstæðuna af.
Hér á bara eftir að skera úr að aftan.
Á meðan á boddí smíði stóð ákvað ég að skipta frá upphaflegu áætlunum og nota 351w.
Hún var því seld og fjárfest í 2019 mótor 5.0L
Næst vélinn!!