• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

Ek082 uppgerðarverkefni

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Uppgerð á þessum bíl hóft árið 2017 með byggingu bílskúrs. Bílskúrinn var vígður með miklum dansleik helgina eftir verslunarmanna helgi og fékk hann nafnið Salsakofinn.

Ek082_6.jpg Ek082_7.jpg Ek082_8.jpg

Bíllinn eins og hann stóð á Akureyri þegar ég keypti hann.
Ek082_16.jpg

Metnaðurinn var mikill og allt var rifið sundur.
Ek082_17.jpg Ek082_19.jpg Ek082_11.jpg Ek082_5.jpg Ek082_12.jpg Ek082_14.jpg Ek082_13.jpg

Margt hafði maður séð en þessir upphækunar klossar voru eitthvað alveg nýtt.
Ek082_15.jpg

Grindin var sandblásinn og ég eyddi einni helgi í að slípa burt gamlar festingar og suðuslys.
Ek082_20.jpg

Eftir einstaklega sérstaka body upphækkun var komin tími á að rétta bodyfestingar.
Ek082_9.jpg
Og laga þær sem illa voru farnar.
Ek082_3.jpg Ek082_1.jpg Ek082_2.jpg
 
Síðast breytt:
Í byrjun árs 2018. Eftir smá umþóttunartíma tók ég þá ákvörðun að kaupa nýtt boddí á bílinn, það var ekki að gamla boddíið væri ónýtt. Það er í raun mjög gott. Þetta var bara eitthvað sem mig langaði til að gera á þessum tíma punkti.

Ég skoðaði helstu byrgja og leiðir. Átt meðal annars langt og gott símtal við Lou Gabriele eiganda LAL Customs í New York. En alltaf varð reikningurinn óþægilega hár miðað við stöðu veskisins. Eftir miklar pælingar ákvað ég að ódýrast væri að taka allt inn í pörtum.
Það væri þá minna rúmmál og minni sendingarkostnaður ásamt því að ég væri ekki að borga vsk af vinnu erlendis frá.

Ég setti mig í samband við Eimskip og spjallaði við þá og fékk tilboð í flutning á 3 brettum til íslands.
Svo var farið á vefinn hjá wildhorses4x4 í Lodi fylki í Californiu og verslaði eitt stykki Bronco body.
Strákarnir hjá WildHorses hjálpuðu mér við ákvarðanatöku og ég gat gefið þeim fyrirmæli um að lesta þétt og pakka saman eins og hægt væri.
WH.jpg

Eftir nokkurn tíma bárust myndir frá Wildhorses4x4 vörubrettin vor á leið inn í trukk.
Ævintýrið var byrjað.
4x4-1.jpg 4x4.jpg

Leiðin var löng og en leið langur tími
fluttningur-1.jpg


2018 30. maí fékk ég símtal um að ég ætti von á sendingu
TVG.jpg TVG_1.jpg

Stóri pakkadagurinn var runnin upp og ekki laust við að kvíðastraumur færi um mann. Hvað var maður búinn að koma sér út í.
WH_1.jpg WH_2.jpg WH_3.jpg
WH_4.jpg



Mikið verk var framundan og miklar pælingar.
 
Bronco yfirbygging smíðuð frá grunni.

Skref eitt fannst mér að koma grindinni á stillanlegan flöt svo mælingar yrðu réttar
0001.jpg


Þegar ég var búinn að taka grindina í lóð á alla kanta, þurfti að mæla grindina og sjá hvort einhverjar skekkjur væru í henni.
Það reyndist ekki vera.
00002.jpg


það lá beinast við að byrja á gólfinu aftur í. Ég hafði gamla boddíið til hliðsjónar, mældi og staðsetti burðarbita eftir því.
0002.jpg


Það þarf að huga að styrkleika í suðum við svona smíði slípa lakka af og steikja svo fallega saman.
0003.jpg


Góður gegnum bruni.
0004.jpg


Eftir 2 til 3 vikur hafði þetta gerst.
Golfið.jpg


Fram gólfið komið og byrjað að reisa pósta.
0005.jpg


Svona verk ganga út á að máta og mæla 10 sinnum áður en nokkuð er soðið.
0006.jpg


Mér fannst leysirinn mjög gagnlegur við allar mælingar.
0007.jpg


Ef grannt er skoðað sést leysir línan efst í afturgólfinu
0008.jpg


Leysir í allar áttir.
0009.jpg


Mörgum vikum seinna. var þetta aðeins farið að taka á sig mynd.
0010.jpg


Það borgaði sig að hafa tekið grindina í lóð fannst mér.
Allar mælingar voru þægilegri. Endalausar mælingar upp á millimetra og öll tækin í skúffunni notuð :)
0011.jpg


Ekkert orðið fast enn þá bara verið að stilla af og fá tilfinningu.
0012.jpg


Afturpóstarnir staðsettir. Ekkert soðið. Miljón krafttengur, þvingur og sjálfborandi skrúfur.
0013.jpg


Aftur hlerinn mátaður í lamirnar og allt upp á 10.
0014.jpg


Enn þá verið að stilla af eldvegginn. Hann var einna erfiðastur.
0015.jpg


Töluverðu seinna. Hér er búið að sjóða og festa allt og búið að kítta.
0020.jpg


Það verður að muna að mála bak við sílsa og bita.
Þetta var tilrauna litur hjá mér.
0021.jpg


Sílsarnir málaðir að innan
0022.jpg


Af því að þetta verður breyttur bíll og ég vildi halda upphaflega útlitinu á brettunum.
Ákvað ég að kaupa 1 auka og bæta því inni afturbrettin
0023.jpg


Lengd um 15sm. Mér fannst þetta takast vel og er mjög sáttur.
0024.jpg


Aftur brettinn staðsett í réttu lóði
0025.jpg


Hér er ekkert búið að sjóða bara hengja saman.
0037.jpg


Allt fellur fallega saman og engar alvarlegar villur komnar í ljós.
0038.jpg


Mér finnst gamla mælaborðið frekar óhentugt og ákvað að breyta því.
0026.jpg


Ónothæfir partar skornir burtu og hanskahólfið fært.
0028.jpg


Þetta finnst mér allt annað og kemur til með að verða flott.
0029.jpg


Mælaborðið tilbúið að hluta.
0036.jpg


Eftir mikið föndur og mælingar var ákveðið að sjóða. Þessu átti ég þó eftir að breyta.
0035.jpg


Ég kem ekki til með að nota upphaflegu miðstöðina svo ég ákvað að gera þetta beint.
0017.jpg


Mörgum götum vildi ég loka.
0018.jpg


Þegar boddíið var að klárast ákvað ég að stífa það allt.
0030.jpg


Sílsarnir komnir á og allt fellur upp á 10
0039.jpg


Boddíið full klárað og tilbúið til að máta á grind.
þó er eftir að setja innribrettin í að framan.
Fram hlutan ákvað ég þó að hafa skrúfaðan á.
4 skrúfur sitthvoru megin.
Það er að ég get fjarlægt alla samstæðuna af.

Hér á bara eftir að skera úr að aftan.
0040.jpg

Á meðan á boddí smíði stóð ákvað ég að skipta frá upphaflegu áætlunum og nota 351w.
Hún var því seld og fjárfest í 2019 mótor 5.0L

Næst vélinn!!
 
Síðast breytt:
Coyote Gen 3

Það varð snemma í smíða ferlinu sem ég fór að renna hýru auga til nýmóðins 302 véla. Það er Coyote eins og þær kallast.
Það varð ofan á að byggja drauma bílinn sama hvað tautaði og raulaði.

Þetta var töluverð ákvörðun þar sem Coyote er miklu stærri mótor en 302 þó lítrafjöldin sé sá sami.

En hér eru þær hlið við hlið.
Coyote vs 302.jpg

Ég hafði fylgst með nokkrum sem seldu þessar vélar og setti mig í samband við MARS auto parts í Ohio USA.
Eftir stutt spjall við John Martin starfsmann ákvað ég að slá til og panta þriðju kynslóðar Mustang GT mótor 460hestöfl,
og á honum skildi vera 10R80 skipting úr F150 Raptor bíl.
20190908_193416.jpg 20190907_215042.jpg

Ég vildi lítið keyrðan mótor og að þeir skrúfuðu þetta saman og gerð og græjuðu fyrir gamlan Bronco.
Inn á borgun var innt af hendi og eftir nokkrar vikur hafðu John samband og bauð mér vél úr tjónabíl sem aðeins var ekinn 22þ kílómetra.

Mustang 2019.jpg Miles.jpg

Spennan var í hámarki þegar mótorinn var greiddur og biðin hófst.
John Martin hafði samband nokkrum vikum síðar þegar ég var búinn að fara 3 á taugum.
Hann sagði hafað snjóað mikið hjá þeim og ekki verið hægt að gera neitt.
En góðu fréttirnar væru að mótorinn væri kominn úr, búinn að fara í tölvu breytingu og tilbúinn.
Með þessu fékk ég fallegt myndband þar sem mótorinn var gangsettur á vörubretti.


Það kom mér á óvart hversu ódýran flutning John fékk frá USA til Íslands eða aðeins 800$

Með viðkomu í Roterdam og svo Eimskip heim til Íslands. Fékk hann ódýrari flutning en ég fékk tilboð í með Eimskip beina leið heim frá Portland.

Nokkrum vikum seinna sótti ég mótorinn í vöruhúsið og færði heim í hús.
Þetta var ekkert smá fallegur kassi :)
20190907_181106.jpg received_513597676042733.jpeg

Til gamans viktaði ég hlunkinn og hún svipuð að þyngd og gamla steypu járns blokkinn.
20201112_183736.jpg

Næst var að koma vélinni fyrir í grindinni og sjá hvernig allt passaði.
20201115_185823.jpg

Þetta er ekkert nema fallegt. En stór hausverkur er eftir tengja, og smíða allt svo vel falli...

Meira um það í næsta kafla :)
 
Síðast breytt af umsjónarmanni:
Sæll Nafni. Má spyrja hvað svona eðal mótor kostaði ?(með skiptingunni)
Þarna var hann á 13000$ + aðflutnings gjöld.
Ég sá örlítið eftir því að hafa ekki tekið millikassann með, en hann er of breiður fyrir þessar gömlu grindur.
Þegar svona er pantað borgar sig að vera ekki fljótfær. Best að láta skrúfa allt á motorinn sem þú þarft. Til dæmis flækjur, millikassa og þessa háttar.
Og betra er að fá Mustang mótor en F150 vegna tölvunar.
 
Þegar hér var komið varð ég að fara að hugsa um fjöðrun að aftan til að fá réttar mælingar.
Bíllinn hafði verið settur á gorma að aftan af fyrri eiganda. Bronco kerfi snúið við og notað að aftan með C fóðringum og alles.

Ég ákvað að máta gamla dótið undir.
9tommu gamla.jpg

Ég sá strax að þetta var ekki að ganga, og tók því fegins hendi þegar konan stakk upp á stuttri ferð til Californiu að heimsækja skildmenni sín.
Þarna úti lá ég á netinu og endaði á að panta 9 tommu kit hásingu. ,,C/E4240 - Chrome Moly 9″ Fabricated Housing"
Hún var fljót að koma og fór beint ofan í ferðatösku :)

Þegar heim var komið hafði ég samband við mikin TIG snilling sem henti sér í að hengja þetta saman.
Ég hef sjálfur ekki lært að TIG sjóða en er ágætur í MIG og vír.
9tommu mátun 2.jpg

Ég lét renna 4 eða 6 skinnur sem renna upp á 40mm öxul, þær festast í sæti inni í kúlunni og svo út í rör enda.
9tommu mátun.jpg

Þetta var ekki lengi að taka á sig mynd. Framhliðin er geggjuð.
Sjáið þessar suður...
9tommu suðuferli.jpg

Afur endinn er fallegur...
Sjáið þessar suður...
9tommu samsett.jpg

Á þetta keypti ég svo Big Bearing hásingar enda fyrir S20 legur.
9tommu með stútum.jpg

Þegar hér var við sögu komið setti ég þetta verkefni aðeins út í horn og snéri mér að brýnu verkefni ég þurfti að klæða húsið mitt að utan.
 
Síðast breytt:
Ég ákvað að rétt væri að styrkja Dana 20 millikassann eins og best væri á kosið.
Þar stendur hæst að styrkja stútinn sem keyrir aftur skaftið. Nýi stúturinn er 3sm lengri og hann er flokkaður sem Extream Duty.
Hann er gerður fyrir flans skaft og sé ég fyrir mér að vera með diskabremsu þarna á milli sem handbremsu.
Stærðarmunurinn er gríðarlegur... Ég hélt fyrst að ég hefði fengið vitlaust afgreitt 😅

Dana 20 1.jpg Dana 20.jpg
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom