• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.

R30610

Geiri

Stjórnandi
Stjórnandi
Aðeins ein mynd er til af þessum glæsilega bíl R30610
Upplýsingar óskast (y)

Eigandi þarna Sigurbjörn Helgi Magnússon
Sigurbjörn segir: Ég átti minn Bronco aðeins í ca. 2 ár. Ég gafst upp á eyðslunni eftir að ég upplifði að hann eyddi 40 lítrum á hundraðið í ferð, sem ég fór til Hólmavíkur í janúar 1976 í miklum snjó.
Ég man ekki hver keypti hann

Við Magnús keyptum okkar bíla nýja hjá Sveini Egilssyni árið 1974. Magnús er sonur Benedikts Magnússonar frá Vallá, sem stofnaði B.M. Vallá á sínum tíma. Magnús starfaði hjá fyrirtækinu og varð einn af eigendum þess seinna meir. Mér þykir ekki ólíklegt að bíllinn hans, G300 hafi verið skráður á fyrirtækið


R30610.jpg
 
Síðast breytt:
Til baka
Top Bottom