• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.
Á

Í Reykjadölum

Hann er búinn að vera á 44" í nokkur ár. Afturhásingin er úr 1979 Bronco 31 rillu krómstálsöxlar, 4.56 hlutföll, Lada/Subaru diskabremsur, miðjur færðar í felgum. NoSpin læsing. Framhásingin er Dana 44 með NoSpin og krómstálsöxlum með 30 mm krossum. Liðhús og bremsubúnaður úr Bronco 1979. Millikassinn er Dana 20 með 2.46:1 í lága og 32 rillu úttaksöxli. Gírkassinn er ZF 5-42 5 gíra úr Ford Pickup. Mótorinn er 351 Windsor með hefðbundnum búnaði, s.s. flækjum, 4 hólfa Holley blöndungi, Edelbrock milliheddi og kambási. Ford Motorsport álheddum, rúllurokkerörmum, MSD kveikjubúnaði svo eitthvað sé nefnt. Boddýið er úr plasti og kemur af bifreiðinni EA338 sem nokkrar myndir eru af hér á síðunni.
 
Magnaður bíll, og Gleðilegt ár :)
EA338 það væri þessi. Mig hlakkar til að sjá bílinn hjá þér einn dag. :)
Forvitnilegt að sjá plastboddíið. Hvernig finnst þér það koma út??

Gleðileg ár.
Plastboddýið hefur reynst nokkuð vel, það sjást nú samt sprungur á einum og einum stað en ekkert alvarlegt. Það fór nokkur tími í að smíða rúðuupphalara í hurðirnar sem ekki voru til staðar þegar ég eignast boddýið og svo skar ég upp afturendann sem var alveg lokaður og bjó til hlera úr byrðunum.
 

Mynd upplýsingar

Flokkur
1966 til 1977
Sendandi
Árni Stefánsson
Dags
Fjöldi áhorfa
194
Umsagna fjöldi
5
Einkunn
0.00 í einkunn 0 einkanir

Ýtarupplýsingar

Myndavél
Canon Canon PowerShot SX260 HS
ljósop
ƒ/5
Brennivídd
18.3 mm
Lýsingartími
1/1000 second(s)
ISO
200
Flass
Sjálfvirkt, ekki notað
Nafn
IMG_0314.JPG
Stærð
2.4 MB
Tökudagur
lau, 03 Mars 2018 1:33 PM
Stærð myndar
4000px x 3000px

Deila þessari mynd

Til baka
Top Bottom