• Velkomin Hér sérðu þú brot af rúmlega 2000 myndum sem safnast hafa. Skráning fer fram hér uppi í horni hægra megin ->
    Á þessum vef er leitast við að safna sögu og upplýsingum um sem flesta Ford Bronco bíla á Íslandi. Verið dugleg að senda inn myndir og skrifa nokkur orð um þá bíla sem þið þekkið nú eða spyrjast fyrir um aðra sem ykkur langar að fræðast um. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða eitthvað er að.
    ---> Athugið: Stjórnandi þarf að fara yfir nýja aðganga og leyfa, handvirkt. Það getur tekið einhverja stund.
Efnisstjóri

M436

Númeraferill: BZ071 / R26711 / M2982 / M436 / VLM

Við myndina skrifar Haukur:
Í kompaníi með Austin Gipsy, nokkuð svo fjarskyldum ættingja. Liturinn var sjaldgæfur og nokkuð áberandi.
  • Like
Reactions: Gulli
Myndin barst inn á fb: Ford Bronco á Íslandi
Sendandi var: Haukur Júlíusson

Um myndina segir Haukur:
Bronco sumarið mikla
Var 1974. Fyrir fimmtíu árum. Bókarkápa Halldórs Laxnsss skartaði mynd af Ford Bronco þetta ár. " Íslendingar eru bílatrúar" sagði skáldið við eitthvert tækifæri
Þetta vor endurnýjaði Bútæknideildin á Hvanneyri bílakost sinn með kaupum á einum slíkum. Trúarsöfnuður nokkur hafði pantað bílinn en féll frá kaupum. Ólafur Guðmundsson deildarstjóri náði hagstæðum samningum um verð fyrir gripinn.
Þetta var ein ódýrasta útgáfan af þessum sportlegu bílum, beinskiftur með 6 cyl 200 cu in motor. Hann erfði fyrra skrásetningarnúmer , M 436.
Notkun hans var að mestu áfallalaus. Ævinlega fylgdi hann vegi og ökuhjól vísuðu aldrei til himins. Nokkuð snemma bar á titringi í drifrás, sem rakinn var til slits í draglið aftara drifskafts. Nýtt skaft var endurbætt með hlífðarhólki, sem bægði óhreinindum frá.
Seinna gerðist óvænt óhapp.. Grétar Einarsson , þá kominn stutta bæjarleið, sá í spglinum vinstra afturhjól í þann veginn að yfirrgefa samkvæmið. Honum tókst að stöðva án frekari skemmda og kalla á aðstoð. Öxullegan hafði brotnað og öxullinn þar með laus í rásinni.
Nokkrar ofskýringar kunna að fylgja !
 
Síðast breytt:

Mynd upplýsingar

Flokkur
1974 Ford Bronco á Íslandi
Sendandi
Efnisstjóri
Dags
Fjöldi áhorfa
178
Umsagna fjöldi
1
Einkunn
0.00 í einkunn 0 einkanir

Ýtarupplýsingar

Nafn
M436.jpg
Stærð
249.5 KB
Stærð myndar
1784px x 1920px

Deila þessari mynd

Til baka
Top Bottom